Hið árlega Brúarhlaup á Selfossi fer fram laugardaginn 6. ágúst 2022. Árið 2014 var dagsetningu hlaupsins og hlaupaleiðum breytt og fer það nú fram, sjöunda árið í röð, á sama tíma og Sumar á Selfossi og Olís mót í knattspyrnu fer fram á Selfossi. Mikil ánægja var með breytingarnar á sínum tíma og skapaðist mikil stemmning á Selfossi í tengslum við hlaupið.
Vegalengdir
Hlaupavegalengdir eru 10 km, 5 km, 3 km skemmtiskokk ásamt 800 m Sprotahlaupi fyrir krakka 8 ára og yngri.
Einnig fer fram keppni í 5 km hjólreiðum (skemmtihjólreiðar, ekki hröð keppnisbraut).
Allar hlaupaleiðir eru löggildar og mældar upp af viðurkenndum aðila. Tímataka er í öllum vegalengdum (flögur).
Tímasetningar og staðsetningar
- Hlauparar í 10 km verða ræstir kl. 11:30
- Hlauparar í 5 km hlaupi verða ræstir kl. 12:00
- Keppendur í 5 km hjólreiðum verða ræstir kl. 11:00
- Keppendur í 3 km skemmtiskokki verða ræstir í miðbæjargarði Selfoss kl. 11:30
- Keppendur í 800m Sprotahlaupi verða ræstir í miðbæjargarði Selfoss kl. 12:30
Allir þátttakendur koma í mark í Sigtúnsgarðinum í miðbæ Selfoss.
Flokkaskipting og verðlaun
Flokkaskipting er í 5 og 10 km hlaupi og eru veittir verðlaunapeningar fyrir 1.-3. sæti í hverjum aldursflokki og einnig fyrir 1.-3. sæti óháð aldri, karla og kvenna, í hvorri vegalengd.
Verðlaunapeningar eru veittir fyrir 1.-3. sæti í 3 km skemmtiskokki og 5 km hjólreiðum, í karla og kvennaflokki.
Að auki verða dregin út útdráttarverðlaun, úr hópi keppenda og þeim heppnu afhent þau um leið og þeir koma í mark. Verðlaunaafhending fer fram í miðbæjargarði Selfoss, við endamark hlaupsins, kl. 13:00.
Skráning og verð
Skráning fer fram hér á hlaup.is, sjá efst á þessari síðu og í Landsbankanum á Selfossi meðan forskráning er í gangi, en einnig á hlaupdag frá kl. 09:00 í Landsbankanum á Selfossi. Forskráningu lýkur á netinu, föstudaginn 5. ágúst kl. 18.
Skráningargjöld í forskráningu:
- 1.500 kr fyrir 16 ára og eldri í 3 km, 5 km og hjólreiðar.
- 1.000 kr fyrir 15 ára og yngri 3 km, 5 km og hjólreiðar.
- 1.000 kr í 800m krakka Sprotahlaup
- 3.500 kr fyrir alla þátttakendur í 10 km hlaupi
Veittur er fjölskylduafsláttur þannig að hjón borga fullt gjald, fyrir sig og tvö börn 15 ára og yngri, en ef um fleiri börn er að ræða fá þau frítt. Alla fjölskyldumeðlimi verður að skrá á sama tíma og nota viðeigandi afsláttarkóða.
Eftirfarandi afsláttarkóðar eru notaðir fyrir fjölskylduskráningu hér á hlaup.is:
- FJOLSK-A: 5.000 kr - Foreldrar taka þátt í 5 km (hlaup eða hjól) eða 3 km. Börn í 5 km (hlaup eða hjól), 3 km eða Sprotahlaupi
- FJOLSK-B: 7.000 kr - Annað foreldri í 10 km en hitt foreldri í 5 km (hlaup eða hjól) eða 3 km. Börn í 5 km (hlaup eða hjól), 3 km eða Sprotahlaupi
- FJOLSK-C: 9.000 kr - Báðir foreldrar í 10 km hlaupi. Börn í 5 km (hlaup eða hjól), 3 km eða Sprotahlaupi
Skráningargjöld eftir að forskráningu lýkur
- 2.000 kr fyrir 16 ára og eldri í 3 km, 5 km og hjólreiðar.
- 1.500 kr fyrir 15 ára og yngri 3 km, 5 km og hjólreiðar.
- 1.500 kr í 800m krakka Sprotahlaup
- 4.500 kr fyrir alla þátttakendur í 10 km hlaupi
Þeir sem ekki vilja fá bol merktan hlaupinu geta afþakkað hann í forskráningu og lækkar þá keppnisgjaldið um 500 kr. Bolirnir eru úr dry-fit efni sem notað er í hlaupafatnað. Í Sprotahlaupinu er bolir merktir Sprota og fá allir þátttakendur þar bol. Ekki er hægt að afþakka bol í því hlaupi gegn lækkun keppnisgjalds eða ef þú vilt nýta þér fjölskylduafsláttinn.
Afhending keppnisgagna, er á hlaupdag í Landsbankanum á Selfossi, frá kl. 09:00. Allir þátttakendur fá við skráningu keppnisbol og verðlaunapening við komu í mark.
Annað
Allir keppendur fá frítt í sund eftir hlaup, í boði sveitarfélagsins Árborgar, gegn framvísun keppnisnúmers. Úrslit verða birt á hlaup.is og timataka.net. Frekari upplýsingar gefur Helgi Sigurður Haraldsson, helgihar@simnet.is og í síma 825-2130.