Um hlaupið

  • Vegalengdir5 km, 10 km
  • Dagsetning11. október 2025

Opnunarviðburður Clyx verður hlaup/ganga í Elliðaárdal og fer það fram laugardaginn 11. október nk. og hefst kl. 11. Lögð verður áhersla á að allir geti komið saman, bæði þeir sem vilja njóta notalegrar göngu í fallegu umhverfi en einnig þeir sem æfa hlaup reglulega.

Hin síkáta hlaupadrottning Mari Jaersk hitar upp og leiðir hlaupið og kynnir verður Dr. Victor sem kemur öllum í rétta stemmingu með tónlist sem aldrei klikkar!

Vegalengdir og hlaupaleiðir

Boðið verður upp á 5 km og 10 km leiðir. Hlaupið verður ræst neðst í Elliðaárdal rétt fyrir ofan gömlu rafveitustöðina og Kaffihúsið.

Gott aðgengi er fyrir fatlaða í Elliðaárdal.

Annað

Að loknu hlaupi verða dregin útdráttarverðlaun sem allir hafa möguleika á að vinna. Það er því mikilvægt að skrá sig á hlekknum hér að ofan!

  • SPORTVÖRUR gefa par af ON hlaupaskóm að eigin vali.
  • GOOD GOOD gefur poka með góðum kræsingum
  • Veitingar að loknu hlaupi verða í boði GOOD GOOD og INNNES.
  • Frítt er inn á viðburðinn og engin tímataka verður í hlaupinu/göngunni.

Skráning

Skráðu þig hér https://netskraning.is/clyx/