Um hlaupið

  • Vegalengdir3,5 km
  • Dagsetning16. ágúst 2025

Drullu- og hindrunarhlaup Krónunnar er drulluskemmtilegt hlaup þar sem fjölskyldan vinnur saman að því að komast í mark í skítugasta hlaupi ársins í Mosfellsbæ, sjá kort af leiðinni neðst á þessari síðu.

Viðburðurinn er fyrir alla fjölskylduna og eða einstaklinga þar sem tíminn skiptir ekki máli heldur að komast í gegnum allar hindranirnar á leiðinni. Áhersla er lögð á skemmtilega hreyfingu, gleði og samvinnu.

Vegalengdir og tímasetningar

Hlaupið fer fram laugardaginn 16. ágúst kl. 10:00-15:00 við Íþróttamiðstöð UMFA við Varmá Mosfellsbæ.

Hlaupið er 3,5 km hindrunarhlaup og inniheldur 21 hindrun.

DRU2022 004
Farið yfir eina hindrunina
Hvernig fer viðburðurinn fram?

Hlaupaleiðin er drulluskemmtileg og krefjandi en hringurinn er 3,5 km langur með fjölda hindrana sem þarf að yfirstíga. Fjölskyldur hlaupa saman og hjálpast að við að komast í gegnum hindranirnar eða leysa saman þrautirnar. Hlaupaleiðin er skemmtileg og krefjandi en þó eiga allir, 8 ára og eldri, að komast í gegnum hana með aðstoð foreldra og/eða forráðarmanna.

10 manna hópar verða ræstir út með 2 mínútna millibili frá kl. 10:00 - 12:00. Við skráningu fá þátttakendur úthlutuðum tíma.

Rás- og endamark er staðsett við Íþróttahúsið við Varmá og þar mun ríkja partýstemning frá því að hlaupið hefst og þar til því er lokið. Þar verður hægt að hvetja keppendur áfram og njóta samverustundar með fjölskyldum og vinum. Sérstök drullubraut verður á svæðinu fyrir börn yngri en átta ára. 

Það verður skolstöð á staðnum til að skola af sér eftir hlaupið og frítt í sund fyrir þátttakendur.

Skráning

Skráning á netskraning.is. Þátttökugjald er eftirfarandi:

  • Einstaklingsskráning: 3.500 kr. á mann.
  • 3 manna hópur 7.000kr.
  • 4 manna hópur 7.000kr.
  • 5 manna hópur 8.500kr.
  • 6 manna hópur 10.000kr.
  • Og svo frv. aukaeinstaklingur í hóp greiðir 1.500kr

Hlaupagögn verða afhent í verslun Krónunnar í Mosfellsbæ föstudaginn 15. ágúst milli kl. 17:00 og 19:00. Fyrir þau sem ómögulega komast að sækja gögnin fyrirfram þá verður stöð við Varmá fyrir hlaup þar sem hægt verður að sækja gögnin. Við hvetjum alla til að sækja gögnin daginn áður til að minnka örtröðina og auðvelda ræsingu í hlaupið.

Umsjón

Umsjón með hlaupinu hefur Frjálsíþróttadeild Ungmennafélags Aftureldingar.

Kort af leiðinni
Kort af leiðinni í Drulluhlaupinu
Kort af leiðinni í Drulluhlaupinu