Þátttökugjald

  • 3 km - 18 ára og yngri1.000 kr
  • 3 km - 19 ára og eldri1.500 kr
  • 5 km - 18 ára og yngri1.000 kr
  • 5 km - 19 ára og eldri3.000 kr
  • 10 km - 18 ára og yngri1.000 kr
  • 10 km - 19 ára og eldri3.000 kr

Um hlaupið

  • Vegalengdir3 km, 5 km, 10 km
  • Dagsetning17. september 2024

Flensborgarhlaupið fer fram í Hafnarfirði þann 17. september. Allur ágóði af Flensborgarhlaupinu 2024 rennur til Pieta samtakanna. Hlaupið hefst við Flensborgarskólann, Hringbraut 10.

Sjáðu myndir frá fyrri hlaupum:

Tímasetning

Þriðjudagurinn 17. september 2024 kl. 17:30.

Vegalengdir

10 km og 5 km með tímatöku og 3 km skemmtiskokk án tímatöku. Vegalengdir eru mældar af viðurkenndum aðilum. Hlaupið er ræst þannig að fyrst fara 10 km hlauparar af stað, svo 5 km og loks 3 km.

Hlaupaleiðin og staðsetning

Rásmarkið er við Flensborgarskólann. Þaðan er hlaupið upp Selvogsgötu og áfram um Öldugötu. Kaldárselsvegur tekur svo við af Öldugötu og hlaupið er eftir honum inn í átt að Hvaleyrarvatni. Við hringtorg þarf að fara yfir götu (Kaldárselsveg). Hlaupið er í gegnum undirgöng og meðfram hesthúsunum, áleiðis í átt að Hvaleyrarvatni.

  • 3 km hlaup snýr við við hringtorg. Þarf ekki að fara yfir götuna.
  • 5 km hlaup snýr við á stígnum áður en komið er að afleggjaranum að Hvaleyrarvatni.
  • 10 km hlaup hleypur fram hjá afleggjaranum að Hvaleyrarvatni og áfram í átt að Helgafelli.

Tónlist og hvatning verður við alla snúningspunkta, hressing verður á 5 km snúningspunkti.


Skráning

Skráning fer fram á hlaup.is, sjá hér fyrir ofan, til kl. 13 á hlaupdegi. Ekki er hægt að skrá á staðnum en afhending keppnisgagna er frá kl 16:00 í Flensborgarskólanum við Hringbraut. Verðlaunaafhending fer einnig fram við Flensborgarskólann að hlaupi loknu.

Þátttökugjald

Skráningargjöld eru eftirfarandi:

  • 1.000 kr. óháð vegalengd (18 ára og yngri)
  • 3.000 kr. fyrir 10 km og 5 km hlaup
  • 1.500 kr. fyrir skemmtiskokk, 3 km

Innifalið í þátttökugjaldi er flögutímataka (5 km/10 km), brautarvarsla og hressing í lok hlaups.

Verðlaun

Framhaldsskólameistari í 10 km verður krýndur.

Einnig verða verðlaun veitt fyrir fyrir þrjú efstu sætin í 5 km og 10 km, í öllum flokkum.