Um hlaupið

  • Vegalengdir10 km, 28 km
  • Dagsetning14. september 2024
Sjá úrslit

Garmin Eldslóðin verður haldin laugardaginn 14. september 2024 og er utanvegahlaup í fallegri og stórbrotinni náttúru Íslands, við borgarmörkin. Hlaupið er frá Vífilstöðum í Garðabæ, meðfram Vífilstaðavatni, inn að Búrfellsgjá og þar upp að Helgafelli og aftur til baka að Vífilstöðum.

Keppnisbrautin er hugsuð þannig að brautin sé áskorun fyrir lengra komna en um leið falleg og auðfarin, með minni hækkun en gengur og gerist í stóru utanvegahlaupunum. Þá eru líka hugsaðar tvær styttri keppnisbrautir með það að leiðarljósi að í lok sumars geti þetta verið skemmtilegt uppskeruhlaup þar sem byrjendur og lengra komnir geti átt frábæran dag saman í Heiðmörkinni.

Vegalengdir og tímasetningar

Hlaupið er frá Vífilsstöðum eftirfarandi vegalengdir.

  • 28 km. Ræsing 10:00
  • 10 km. Ræsing 10:30 

Skráning

Skráningarupplýsingar, sjá vefsíðu hlaupsins.

Verðlaun

Allir þátttakendur fá verðlaunamedalíu. Verðlaun fyrir þrjú efstu sætin í kvenna- og karlaflokki verða veitt þegar fyrstu þrír eru komnir í mark.

Brautarbingó:  Dregið er úr nöfnum allra sem leggja af stað í hlaupið. Vinningshafar eru tilkynntir um leið og þeir koma í mark

Hlaupaleiðir
  • 10 km: Hlauparar hlaupa meðfram Vífilsstaðavatni og svo beint upp frá vatningu í átt að Búrfellsgjá, en snúa við hjá línuveginum og hlaupa á stíg niður eftir Heiðmerkurhlíðinni til baka.
  • 28 km: Hlaupið er frá Vífilstöðum meðfram Vífilstaðavatni inn að Búrfellsgjá, upp að Helgafelli og hringinn í kringum það og svo sem leið liggur til baka. 

Annað

Garmin Eldslóðin er hluti af ITRA National League.

Eins og í öllum mótum mótaraðarinnar Víkingar verður lögð áhersla á öryggi, umgjörð og gleði. Brautin verður vel merkt og brautaröryggi verður tryggt með vöktun.

Nánari upplýsingar

Facebooksíða Eldslóðarinnar.
Upplýsingar veittar á info@medbyr.is 

Upplýsingar frá vefsíðu Eldslóðarinnar.