Góðgerðarhlaup Nemendafélags Fjölbrautaskólans í Garðabæ fer fram í Garðabæ 10. apríl. Allur ágóði af Goðgerðarhlaupi NFFG 2025 rennur til barna- og unglingageðdeild Landspítalans. Hlaupið hefst við Fjölbrautaskólann í Garðabæ, Skólabraut 6.
Tímasetning
Fimmtudagurinn 10. apríl 2025 kl. 16:30.
Vegalengdir
Boðið er upp á 10 km, 5 km og 2 km með tímatöku. Hlaupið er ræst þannig að 10 km hlauparar fara af stað 16:30, 5 km hlauparar fara af stað 16:35 og 2 km hlauparar fara af stað 16:40. Í 10 km hlaupinu er 5 km hringurinn hlaupinn tvisvar. Rásmark og endamark er fyrir framan Fjölbrautaskólann í Garðabæ.
Sjá kort af leiðunum neðst á þessari síðu.
Skráning
Skráning fer fram á hlaup.is, sjá hér fyrir ofan, til kl. 23:59 miðvikudaginn 9. apríl. Ekki er hægt að skrá á staðnum en afhending keppnisgagna er frá kl 16:00 í Fjölbrautaskólanum í Garðabæ.
Þátttökugjald
Skráningargjöld eru eftirfarandi:
- 1.500 kr. fyrir 2 km
- 2.500 kr. fyrir 10 km og 5 km
Innifalið í þátttökugjaldi er flögutímataka og brautarvarsla.
Nánari upplýsingar
Jónas Breki Kristinsson - godgerdarvikafg@gmail.com