Þátttökugjald

  • 10 km4.990 kr
  • 21 km7.990 kr
  • 42 km12.900 kr
  • 50 km17.900 kr

Um hlaupið

  • Vegalengdir10 km, 21 km, 42 km, 50 km
  • Dagsetning12. ágúst 2026

Grindavik Volcanic Boost 2026 verður haldið 12.ágúst 2026. Vegalengdir frá 10 km upp í 50 km. Viðburðurinn er byggður á reynslu frá Reykjanes Volcano Ultra hlaupinu sem fór fram nokkur ár en varð að hætta vegna eldsumbrota á svæðinu. 

Vegalengdir

Vegalengdir sem boðið verður upp á eru áætlaðar 10 km, 21 km, 42 km og 50 km.

Kort af hlaupaleiðum koma hér fljótlega og á Facebook síðu hlaupsins.

Reykjanes Volcano Ultra 2021 2
Frá hlaupinu 2021

Tímasetning

Hlaupin verða laugardaginn 12. ágúst sem er einmitt sólmyrkva "dagurinn". Hlaupin verða í gangi þegar sólmyrkvinn á sér stað.

Skráning og þátttökugjald

Skráning í hlaupið er hér á hlaup.is, sjá efst á þessari síðu. Forskráningaverð til 31.12.2025:

  • 10 km - 4.900 kr
  • 21 km - 7.900 kr
  • 42 km - 12.900 kr
  • 50 km - 17.900 kr

Nánari upplýsingar koma hér fljótlega. 

Hlaupin munu fara fram hvað sem gerist, en eldsumbrot geta orðið til þess að hlaupið verði færð aðeins til frá Grindavik, en dagsetningin mun haldast. 

Aðrar upplýsingar

Nánari upplýsingar á Facebook síðu viðburðarins.

Stefnt er á að viðburðurinn verði veglegri, betri og skemmtilegri með hverju ári. Taktu daginn frá og hlauptu með okkur í og við Grindavík.

Reykjanes Volcano Ultra 2021 4