Hafnarfjarðarhlaupið verður haldið í þriðja skiptið fimmtudaginn 12. júní kl. 20:00. Hlaupin verður frábær leið frá miðbænum um íbúða- og atvinnusvæði hafnarinnar. Hafnarfjarðarhöfn og Eimskip opna sérstaklega tollsvæði til að búa til möguleika á einni hröðustu götuhlaupabraut landsins.
Boðið er upp á tvær vegalengdir, 5 km og 10 km. Hlaupið er haldið af Frjálsíþróttadeild FH í samvinnu við Hafnarfjarðarbæ, Fjarðarkaup, Nike og fleiri styrktaraðila.
Hlaupaleiðin
- Hlaupaleiðin er marflöt og býður þar með upp á góðar bætingar
- Hlaupið er vottað af FRÍ
- Hringurinn er 5 km og þátttakendur í 10 km hlaupi hlaupa tvo hringi
- Ekkert aldurstakmark er í hlaupið
Leiðarlýsing
Ræst er á Strandgötu við Thorsplan. Hlaupið er eftir Vesturgötu og út fyrir Norðurbakkann. Þar er farið inn á Strandstíginn og Norðurbakkinn hlaupinn til baka. Við strætóskýli á móts við Íþróttahúsið er farið út á Strandgötu og hlaupið út á höfnina við Hafró. Þar er farið inn á lokað svæði Hafnarfjarðarhafnar og áfram að lokuðu athafnasvæði Eimskips. Þaðan er farið að Óseyrarbraut að Fornubúðum og Strandgatan hlaupin til baka. Við Hafnarfjarðarkirkju er beygt af hringtorgi við Lækjargötu og inn Strandgötu að Thorsplani. Hlaupaleiðin er marflöt í kringum höfnina í fallegasta firði landsins. Þarna verða bætingar.
Skráning
Skráning fer fram hér á hlaup.is, sjá efst á þessari síðu.
Þátttökugjöld eru eftirfarandi:
- 10 km kr. 5.500 en kr. 3.500 fyrir 15 ára og yngri (fædd 2010 og síðar)
- 5 km kr. 4.500 en kr. 2.500 fyrir 15 ára og yngri (fædd 2010 og síðar)
Ekkert aldurstakmark er í hlaupið.
Verðlaun
Boðið er upp á vegleg verðlaun í báðum vegalengdum.
Nánari upplýsingar
Frjálsíþróttadeild FH