Um hlaupið

  • Vegalengdir5 km, 10 km
  • Dagsetning24. september 2025

Hausthlaup UFA fer fram miðvikudaginn 24. september kl. 17:30. Ræst er við Menningarhúsið Hof.

Vegalengdir

Að venju er keppt í 5 km og 10 km vegalengdum þeim sömu og keppt er á í Akureyrarhlaupinu. Brautirnar eru með þeim hröðustu í landinu og því er þetta kjörið tækifæri til að taka stöðuna eftir sumarið og setja góðan tíma eða einfaldlega hlaupa sér til gamans í góðra vina hópi, sjá kort af leiðinni hér neðst.

Skráning og verð

Skráning verður á hlaupadag á milli 16:00-17:10, skráningarstaður verður auglýstur síðar. Þátttökugjald helst óbreytt líkt og undanfarin ár og er 1.000 kr.