Þátttökugjald

  • 2,3 km - 12 ára og yngri0 kr
  • 2,3 km - 13 ára og eldri2.000 kr
  • 12 km4.500 kr

Um hlaupið

  • Vegalengdir2,3 km, 12 km
  • Dagsetning27. september 2025

Laugardaginn 27. september heldur Skógræktarfélag Reykjavíkur Heiðmerkurhlaupið í fimmta sinn, í samstarfi við Náttúruhlaup og Fjallakofann. Með hlaupinu býður Skógræktarfélagið bæði fastagestum og nýjum áhugahlaupurum að kynnast stígakerfi Heiðmerkur og njóta þess að hlaupa í faðmi skógarins.

Um leið og þú tekur þátt styður þú við útivistarsvæðið Heiðmörk, sem fagnar 75 ára afmæli á þessu ári, og hjálpar okkur að standa vörð um friðland Reykvíkinga.

Skógræktarfélag Reykjavíkur var stofnað árið 1901. Félagið hefur umsjón með skóginum í Heiðmörk og Esjuhlíðum, ásamt viðhaldi og uppbyggingu stígakerfa og áningastaða. Sífellt fleiri velja að hlaupa í skóginum þar sem alltaf er skjól. Hlauparar eru eindregið hvattir til að gerast félagsmenn í Skógræktarfélaginu og styðja þannig uppbyggingu stíga. Árgjaldið er 5000 kr. og hægt er að skrá sig á heidmork.is.

Vegalengdir

Sjá kort af leiðunum neðst á þessari síðu.

  • 2,3 km - Skemmtiskokk
  • 12 km - Ríkishringur

Hlaupið er viðurkennt af ITRA og gefur stig í alþjóðlegu stigakerfi utanvegahlaupa. Hægt er að nálgast á kort af Heiðmörk með merktum leiðum á heidmork.is.

Staðsetning

Báðar vegalengdir hefjast frá Elliðavatni.

Tímasetningar
  • 11:00. 12 km – Ríkishringur.
  • 12:00. 2,3 km – Skemmtiskokk.

Verðlaunaafhending fyrir fyrstu sætin og útdráttarverðlaun frá Fjallakofanum fara fram að hlaupi loknu.


Þátttökugjald og skráning

Skráning fer fram á hlaup.is (sjá skráningarhlekk efst á síðu) og lýkur kl. 12:00 á hádegi föstudaginn 26. september. Þátttökugjöld eru eftirfarandi:

  • Skemmtiskokk - 2,3 km: 2.000 kr. Frítt fyrir 12 ára og yngri.
  • Ríkishringurinn - 12 km: 4.500 kr


Innifalið í þátttökugjaldi er flögutímataka, brautarvarsla og hressing í lok hlaups.

Afhending keppnisgagna

  • Fjallakofinn Hallarmúla 2, fimmtudag 25. september kl. 10-18.
  • Fjallakofinn Hallarmúla 2, föstudaginn 26. september kl. 10-18.
  • Í Elliðavatnsbæ á keppnisdag frá kl. 9:30 - 10:30.

Verðlaun

Verðlaun verða veitt fyrir fyrstu þrjú sæti í karla- og kvennaflokki. Í verðlaunum eru jólatré frá Skógræktarfélagi Reykjavíkur sem vinningshafar geta sótt á árlegum jólamarkaði við Elliðavatnsbæ á aðventuhelgum. Að auki verða útdráttarverðlaun frá Fjallakofanum.

Nánari upplýsingar

Skipuleggjandi hlaupsins er Skógræktarfélag Reykjavíkur í samstarfi við Náttúruhlaup.
Netfang: heidmork@heidmork.is.