Hengill Ultra Trail verður nú haldin í fjórtánda sinn dagana 6. og 7. júní 2025. Eins og áður verður boðið upp á 5 km, 10 km, 26 km, 53 km og 106 km.
- Myndir frá Hengill Ultra 2023
- Myndir frá Hengill Ultra 2022
- Myndir frá Hengill Ultra 2021
- Myndir frá Hengill Ultra 2020
Byrjunarreitur allra vegalengda og mótsstjórn verður í miðbæ Hveragerðis. Styttri vegalengdirnar eru í kringum Hveragerði og upp að Hamrinum sem er gríðarlega fallegur hraunhamar yfir bænum.
- 26 km vegalengdin er upp Reykjadalinn upp að Ölkelduhnjúk og í kringum hann.
- 53 km hlauparar hlaupa hinsvegar áfram inn að Hengli, yfir fjallgarðinn, niður Sleggjubeinsskarð og þaðan til baka.
- Þau sem hlaupa 106 km fara 53 km leiðina tvisvar. Útsýnið er algjörlega einstakt og er þessi hlaupaleið ein sú fallegasta sem hægt er að finna á Íslandi.
Skráning
Skráning fer fram á netskraning.is.
Rástímar
Hlaup föstudaginn 6. júní:
- 106 km: Ræsing kl. 18:00
Hlaup laugardaginn 7. júní:
- 53 km: Ræsing kl. 08:00
- 10 km: Ræsing kl. 10:00
- 26 km: Ræsing kl. 13:00
- 5 km: Ræsing kl. 14:00
Nánari upplýsingar
Nánari upplýsingar á vefsíðu hlaupsins.