Um hlaupið

  • Vegalengdir9,4 km
  • Dagsetning30. maí 2025

Hraunhlaupið verðu haldið í sjöunda sinn í Mývatnssveit þann 30. maí 2025. Hlaupið er utanvegahlaup þar sem hlaupið er frá Dimmuborgum að Jarðböðunum við Mývatn. Hlaupið er 9,4 km langt í gegn um einstaka náttúru Dimmuborga, hraunið, Hverfellssandinn og endar svo við Jarðböðin við Mývatn.

Skráning og þátttökugjald

Skráning á netskraning.is.

Þátttökugjald er 9.900 kr. Innifalið í þátttöku er flögutímataka, aðgangur í Jarðböðin við Mývatn og léttar veitingar í lok hlaups.

Aðrar upplýsingar

ATH. Fólksflutningur frá Jarðböðunum að Dimmuborgum er EKKI innifalin. Hægt verður að kaupa sér rútumiða frá Jarðböðunum að Dimmuborgum, brottför rútunnar er kl. 16:45. Rútumiðinn kostar 2.000 kr. og aðeins er hægt að kaupa hann um leið og miðar í hlaupið eru keyptir.

Dagskrá:

  • 16:00 - Mæting í Kaffi Borgir. Skráning opnar.
  • 16:45 - Rútan fer frá Jarðböðunum (Fyrir þá sem bóka rútu).
  • 18:00 - Hlaup ræst. Hefst við inngang í Dimmuborgir (á bílastæði).

Nánari upplýsingar

Vefur hlaupsins.

Póstur: info@visitmyvatn.is