Þátttökugjald

  • 5 km3.500 kr
  • 10 km4.000 kr

Um hlaupið

  • Vegalengdir5 km, 10 km
  • Dagsetning16. júní 2021
Sjá úrslit Myndasafn úr hlaupinu

Iceland Running Festival - Sportval spretturinn er hlaupaveisla sem fram fer miðvikudaginn 16. júní 2021. Hlaupin hefjast og enda við Nauthólsvík. Í ár verða eingöngu 5 km og 10 km í boði.

Staðsetning

Hlaupin hefjast og enda við Nauthólsvík. 10 km hlaupið hefst kl. 17:00 og 5 km hlaupið hefst kl. 17:05.

Vegalengdir
  • 10 km: Brautin er flöt og hröð um stíga við Öskjuhlíð og vestur á Ægissíðu og til baka.
  • 5 km: Brautin liggur með sjónum að Suðurgötu, Einarsnes í austur og til baka með sjónum alla leið í Nauthólsvík. Verulega hröð braut.

Skemmtilegar, góðar og virkilega hraðar hlaupaleiðir. Löglega mældar leiðir. Engin drykkjarstöð í hlaupinu, en vatn og Hleðsla við endamark.

Hlaupaleiðir

Sjá kort hér neðar í lýsingunni, fljótlega.

Skráning og skráningargjöld

Forskráning fer fram hér á hlaup.is, sjá efst á þessari síðu, frá 29. apríl og verður hægt að forskrá sig í hlaupið til kl. 24:00 þriðjudaginn 15. júní.

  • 5 km - 2.500 í forskráningu til kl. 24:00 14. júní og kr. 3.500 þann 15. júní.
  • 10 km - 3.000 í forskráningu til kl. 24:00 14. júní og kr. 4.000 þann 15. júní.
  • Hægt er að skrá sig í Nauthólsvík milli kl 14 og 16:30 á hlaupadegi fyrir kr. 5.000.

Þangað til betur kemur í ljós staða vegna Covid19 þá verða eingöngu í boði 200 sæti í hvorri vegalengd.

Gögn í Sportval sprettinn skal sækja í Sportval á miðvikudag kl 12-15. Til kl. 15 því það getur verið erfið umferð fram að hlaupi sem byrjar kl 17 og restin af hlaupanúmerum verða við startið (í Nauthólsvík) kl 15.30-16.30.

Nánari upplýsingar eru einnig á heimasíðunni IcelandRunning.is og á Facebook síðu viðburðarins.

Aldurstakmörk
  • 10 km: engin aldurstakmörk
  • 5 km: engin aldurstakmörk.

Þátttakendur hlaupa á eigin ábyrgð.

Verðlaun

Veitt eru verðlaun fyrir þrjú efstu sætin, í kvenna- og karlaflokki. Góð útdráttarverðlaun.

Þjónusta

Við endamark verður boðið upp á Hleðslu frá MS og vatn. Nánar um frekari veitingar síðar.

Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar eru á Facebook síðu hlaupsins og einnig má senda póst á ivar@komaso.is. Einnig má hringja eða senda skilaboð í farsíma 8242266.