Iceland Volcano Marathon – Eldfjallahlaupið

Um hlaupið

  • Vegalengdir10,55 km, Hálft maraþon, Maraþon
  • Dagsetning24. ágúst 2024

Eldfjallahlaupið, Iceland Volcano Marathon, fer fram í fjórða sinn í Mývatnssveit laugardaginn 24. ágúst 2024. Skráning er hafin, en henni lýkur 24. júlí.

Volcano Marathon 2023 Web 32
Grunnupplýsingar um hlaup

Eldfjallahlaupið, Iceland Volcano Marathon er utanvegahlaup.

  • Hvar: Mývatnssveit
  • Hvenær: 24. ágúst 2024
  • Hversu oft verið haldið: Þrisvar (2021, 2022, 2023)
  • Vegalengdir: Maraþon, Hálfmaraþon, Kvartmaraþon (10,5 km)

Viðtal við fulltrúa Nonna Travel sem er í samstarfi við hlauphaldara
Skráning og skráningargjöld

Verð fyrir hverja vegalengd:

  • Maraþon: 150 evrur – 22.500 kr.
  • Hálfmaraþon: 150 evrur – 22.500 kr.
  • Kvartmaraþon (10,5 km): 100 evrur – 15.050 kr.

Innifalið í skráningargjaldi:

  • Tímataka og niðurstöður
  • Bolur
  • táknræna medalíu
  • Læknisþjónusta á hlaupabraut
  • #softcup endurnýtanlegur hlaupabolli
  • Mannaðar vatnsstöðvar
  • Pítsa og drykkir við lokastöð

Skráning fer fram á vefsíðu hlaupsins og er lokatími skráningar á netinu miðvikudaginn 24. júlí 2024.

Afhending gagna fer fram föstudaginn 23. ágúst. Nánari staðsetning verður auglýst síðar.

Endurgreiðslureglur

Fyrir 10. júní: 25% endurgreitt, eða skráning keppanda flutt yfir á næsta ár.

Engin greiðsla er tekin fyrir að breyta nafni á keppanda. Nafnabreyting er í boði til 14. ágúst. Ef breyta þarf nafni, sendið póst á info@adventure-marathon.com með fullu nafni og nafni nýs keppanda og símanúmeri.

Hlaupaleiðir og tímasetningar

Eldfjallahlaupið, Iceland Volcano Marathon, fer fram á einum fallegasta stað Norðurlands. Leiðin er á malbiki, mjúkum eldfjallasandi, möl og mold. Þó hægt sé að hlaupa í hefðbundnum hlaupaskóm, mælum við með utanvegaskóm.

Hlaupið byrjar við rætur Hverfjalls og leiðir keppendur vestur í átt að Mývatni. Næstu 2,5 kílómetrar færa keppendur á malbiksveg í gegnum Námaskarð. Þaðan hlaupa keppendur í gegnum 1,1 km af þröngum moldarvegi með Hverfjall í sjónleið. Næst er Hverfellið sjálft klifið og hlaupið er á kambi fjallsins sem býður upp á u.þ.b 3 kílómetra af stórkostlegasta útsýni Mývatnssveitar.

Héðan halda Maraþonkeppendur áfram í átt að Lúdentaborgum og Jarðböðunum. Hvoru tveggja Maraþon og Hálfmaraþon keppendur taka lokasprettinn á 4 kílómetra leið framhjá Grjótagjá og í átt að endamarkinu við Voga Ferðaþjónustu.

Athugið að hlaupið byrjar og endar ekki á sama stað. Rútur verða til staðar til að flytja hlaupara á milli.

Öll leiðin er merkt með skýrum kílómetraskiltum og lituðum fánum, fyrir utan á Hverfjalli. Á mikilvægum gatnamótum munu brautarverðir standa við veginn og sjá til þess að hlauparar fari rétta leið.

  • Kort af leiðinni og hæðarlýsing er hér fyrir neðan.
  • Hlaupið er ræst við rætur Hverfjalls og endar við Voga Ferðaþjónustu
  • Maraþon og Hálfmaraþon hlaupin eru ræst klukkan 07:00 og Kvartmaraþonið 07:15.
    Tímasetningarnar eru birtar með fyrirvara um breytingar.
  • Er hlaupið viðurkennt af FRÍ? Nei
  • Er hlaupaleiðin löglega mæld? Já
  • Er hlaupið ITRA hlaup og hversu margar ITRA punkta er það? Nei.

Skoða kort af leiðunum

Skoða hæðarprófíl leiðanna

Volcano Marathon 2023 Web 47
Aldursflokkar

Úrslitum er ekki skipt eftir aldursflokkum. Lágmarksaldur í hverja vegalengd er eftirfarandi:

  • Maraþonhlaup: 18 ára
  • Hálfmaraþonhlaup: 16 ára
  • 10 kílómetrahlaup: 8 ára (börn undir 12 ára verða að vera í fylgd með fullorðnum)

Enginn hámarksaldur er í neinni grein

Úrslit og verðlaun

Allir sem ljúka hlaupinu fá táknræna medalíu og verðlaunagripur er veittur fyrir 1.–3. sæti karla og kvenna í hverri vegalengd.

Aðstaða

Það eru mannaðar vatnsstöðvar með 2–4 km millibili. Allir hlauparar fá samanbrjótanlegan sílikonbolla sem þeir geta notað til að drekka úr. Hægt verður að skilja eftir, eða geyma föt á kílómetra 10,5 og 14,5 (Kílómetri 4,5 fyrir 10 km keppendur).

Stöð A: 4,5 km
Stöð B: 8,5 km
Stöð C: 10,5 km og 14,5 km (4,5 km fyrir 10 km hlaupara). Hér er einnig hægt að geyma föt og verðmæti.
Stöð D: 17,5 km (7 km fyrir 10 km hlaupara) og 38,5 km.
Stöð E: 21 km og 33,5 km
Stöð F:  25 og 30 km
Stöð G: Endastöð

Athugið að hlaupið byrjar og endar ekki á sama stað. Rútur verða til staðar til að flytja hlaupara á milli.

Nánari upplýsingar
  • Hver heldur hlaupið og er ábyrgur fyrir því? Albatros Adventure Marathons, Kaupmannahöfn, Danmörku
  • Hver er skráður hlaupstjóri? Nafn, sími, netfang. Lars Fyhr, lf@albatros-adventure.com
  • Aðrar upplýsingar? Það er alltaf hægt að skrifa til okkar fyrir frekari upplýsingar á info@adventure-marathon.com

Skilmálar hlaupsins og skilgreining ábyrgðar (Fyrirvari)

Keppendur taka þátt í Eldfjallahlaupinu, Iceland Volcano Marathon, á eigin ábyrgð. Albatros Adventure Marathon eru ekki ábyrgir vegna hugsanlegs skaða sem keppendur verða fyrir eða valda öðrum meðan á þátttöku í hlaupinu stendur. Albatros Adventure Marathon tekur ekki ábyrgð á munum og eigum keppanda. Allar ákvarðanir teknar af hlaupstjórnanda og læknisteymi eru endanlegar. Ef nauðsynlegt er vegna öryggis þátttakenda (t.d. vegna veðurs), hefur Albatros Adventure Marathons rétt á því að breyta eða stytta vegalengd hlaupsins.

Með skráningu í þennan viðburð staðfestir þátttakandi skilning á þessu og samþykkir skilmála hlaupsins.