Kerlingarfjöll Ultra verður haldið 26. júlí 2025.
Hlaupaleiðirnar liggja um sundurskorin háhitasvæði, hyldjúp gljúfur, jökulfláka, ægilega fjallstinda og að sjálfsögðu fram hjá Kerlingu — dranganum sem fjöllin draga nafn sitt af.
Hægt er að velja um þrjár vegalengdir sem munu leiða þátttakendur um þessa mögnuðu náttúruperlu:
- 12 km
- 22 km
- 63 km
Skráning er hjá netskraning.is.