Um hlaupið

  • Vegalengdir23,5 km
  • Dagsetning31. desember 2025

Klemminn er Gamlársdagshlaup sem á 30 ára afmæli í ár.

Hlaupið hefst á Gamlársdagsmorgun 31. des og miðað er við að allir verði komnir í mark kl. 12:05 en þá verður hópmyndataka og boðið upp á skúffuköku og kakó í leikfimisal Heiðarskóla og einnig geta þeir sem vilja farið í sturtu.

Síðustu ár hafa á milli 30-70 manns tekið þátt, hlaupið og/eða hjólað hringinn (23,5 km) og/eða hlaupið og hjólað hluta af leiðinni.

Hlaupaleið

Kort af leiðinni er neðst á þessari síðu en leiðin er eins og áður frá Heiðarbóli 37 í Reykjanesbæ til Sandgerðis þaðan út í Garð og endað aftur á Heiðarbólinu. Vinsælt er að hlaupa úr Garðinum 10 km eða frá kirkjugarði Reykjanesbæjar 3 km.

Hlaupið hefur aldrei verið styrktarhlaup og það verður þannig áfram nema á stærri tímamótum eins og þessum. Í tilefni af þessum tímamótum þá stendur til að styrkja Blóð- og krabbameinslækningadeild 11EG. Deildin er að safna fyrir lyfjadælum og töskum sem er búnaður til þess að auðvelda sjúklingum að vera heima. Baukur verður á staðnum og einnig hægt að leggja inn á reikning í Landsbankanum 0123-15-123439, kt: 040963-2359.

Nánari upplýsingar

Klemenz Sæmundsson, klemenz@fiskt.is