Hefur þínu barni dreymt um að hlaupa um Smáralind?
Sunnudaginn 10. september ætlar Útilíf að taka daginn snemma og halda skemmtilegt barnahlaup í samstarfi við Nike á Íslandi.
Smáralind verður eingöngu opin fyrir hlaupið á þessum tíma og því tilvalið fyrir stóra og smáa íþróttagarpa að spreyta sig á hlaupi um Smáralind.
Húsið opnar klukkan 10:30 og hlaupið hefst svo klukkan 11 við verslun Útilífs í Smáralind. Frítt er í hlaupið fyrir alla keppendur og ekki þarf að skrá sig.
Skemmtiatriði, útdráttarverðlaun og mikið fjör verður á staðnum.
Hlökkum til að sjá ykkur og spyrnum okkur af stað!