Lífsspor hlaupinu hefur verið frestað til maí 2023.
LÍF styrktarfélag heldur götuhlaupið Lífssporið laugardaginn 10. september og rennur allur ágóði af hlaupinu í söfnun fyrir nýju sónartæki fyrir kvennadeild 21A en ómtæki eru notuð í nánast öllum skoðunum kvenna sem koma á göngudeild kvennadeildar. Tækið sem um ræðir kostar 6,5 milljónir kr.
Tímasetning og staðsetning
Hlaupið verður ræst laugardaginn 10. september, kl. 11 við Nauthól og verður hlaupið/gengið um Fossvogsdalinn. Sameiginleg upphitun hefst kl. 10:45 við rásmarkið.
Tímatöku lýkur kl. 12:45.
Vegalengdir og leiðin
Boðið verður upp á 5 km göngu ásamt 5 km og 10 km hlaupi með flögutímatöku (Tímataka ehf).
Startað fyrir ofan Nauthólsvík á göngustíg. Hlaupið er á göngustíg frà Nauthól og hlaupið í austur í áttina að Fossvogskirkjugarði. Hlaupið eingöngu á göngustígum, meðfram Fossvogskirkjugarði í átt að Kópavogi. Farið er yfir göngubrú yfir Kringlumýrarbraut og inn í Fossvog. Hlaupið er eftir göngustíg í Fossvogi alveg að tennisvelli við Víking þar sem farið er eftir gangstétt meðfram Víkingsvellinum og yfir götuna (Stjörnugróf) og áfram að undirgöngum sem liggja inn í Elliðaárdal. Þegar komið er í Elliðaárdalinn er beygt til hægri inn á göngustíginn og hann hlaupinn meðfram ánni þar til komið er að snúningspunkti eftir 5 km. Því næst er sama leið hlaupin tilbaka. Endamark er á sama stað og startað var á.
Sjá kort af hlaupaleiðinni neðst á þessari síðu.
Skráning og þátttökugjald
Skráningu á vefnum lýkur á miðnætti 9. september en hægt er að skrá sig á staðnum á keppnisdegi frá kl. 9.30-10.30.
Þátttökugjald í forsölu á vefnum fyrir miðnætti fimmtudaginn 8. september:
- 1.500 kr. fyrir 14 ára og yngri (f. 2008 og síðar)
- 3.500 kr. fyrir 15 ára og eldri (f. 2007 og fyrr)
Eftir það hækkar þátttökugjald í:
- (óbreytt) 1.500 kr. fyrir 14 ára og yngri (f. 2008 og síðar)
- 4.500 kr. fyrir 15 ára og eldri (f. 2007 og fyrr)
Afhending gagna verður í Kringlunni föstudaginn 9. september frá kl 13:00 til 18:00.
Afhending gagna fer einnig fram á sjálfan hlaupadaginn laugardaginn 10. september kl. 9:30 - 10:45 fyrir utan Nauthól.
Verðlaun
Verðlaun verða veitt fyrir 1. sæti karla og kvenna í 5 km og 10 km hlaupi auk þess sem fjöldi glæsilegra útdráttarverðlauna verður veittur heppnum þátttakendum úr öllum flokkum.
Aðrar upplýsingar
Viðburðurinn er haldinn af LÍF styrktarfélag, kt. 501209-1040. Símanúmer: 696 4600 (Þórunn Hilda Jónasdóttir)
Fyrirspurnir sendist á: lif@lifsspor.is