Molduxi Trail er spennandi utanvegahlaup í fallegu umhverfi Skagafjarðar og verður haldið föstudaginn 8. ágúst. Boðið er upp á tvær vegalengdir, 12 km og 20 km utanvega. Báðar leiðirnar hefjast á sama stað - við íþróttahús Sauðárkróks. Lengri leiðin hefst kl. 17:00 og sú styttri kl. 18:00.
Þetta er einstakt tækifæri til að njóta náttúrunnar, hreyfa sig og eiga góðan dag með fjölskyldu og vinum.
Leiðalýsing
Hlaupið er upp á fjallið Molduxa sem Sauðárkrókur stendur undir og farið verður um eina af bestu hlaupaleiðum Skagafjarðar, svokallaðar Kimbastaðagötur.
Styttri leiðin 12 km
Fyrsti kafli hlaupsins verður meðfram Sauðánni í gegnum Litla Skóg, en hann er eitt af kennileitum Sauðárkróks. Þegar hlaupið er upp úr skóginum liggur leiðin upp og áleiðis í átt að fjallinu Molduxa. Sú leið býður upp á gullfallega náttúru. Stórfenglegt útsýni í skóglendi og melum og allt þar á milli. Á leiðinni blasir við allur fjörðurinn og þar með eyjarnar Drangey og Málmey. Þegar hæsta punkti er náð, við rætur Molduxa (550m) er drykkjarstöð. Eftir hana liggur leiðin niður á við og farnar eru svokallaðar Kimbastaðagötur. Þær liggja í gegnum lyng, móa og mela og bjóða upp á fyrrnefnda eyjasýn ásamt útsýni yfir Héraðsvötnin og fallegar sveitir Skagafjarðar. Hlaupið endar loks aftur í Litla Skógi þar sem endamarkið liggur við upphaf skógarins.
Lengri leiðin 20 km
Fyrsti kafli hlaupsins verður meðfram Sauðánni í gegnum Litla Skóg, en hann er eitt af kennileitum Sauðárkróks. Þegar hlaupið er upp úr skóginum liggur leiðin upp og áleiðis í átt að fjallinu Molduxa. Sú leið býður upp á gullfallega náttúru. Stórfenglegt útsýni í skóglendi og melum og allt þar á milli. Á leiðinni blasir við allur fjörðurinn og þar með eyjarnar Drangey og Málmey.
Þegar komið er að Molduxa er hlaupið til hægri (norður) og nánast alveg hringinn í kringum hann, þar til komið er að gönguleið upp á Molduxa. Farið er upp að hæsta punkti (750m) þar sem ber að líta stórfenglegt útsýni í allar áttir. Leiðin liggur svo niður aftur og er fylgt slóða að drykkjarstöð. Eftir hana liggur leiðin niður svokallaðar Kimbastaðagötur í gegnum lyng, móa og mela og blasir við fyrrnefnd eyjasýn, ásamt útsýni yfir Héraðsvötnin og fallegar sveitir Skagafjarðar. Síðustu fjórir kílómetrarnir eru svo teknir í Skógarhlíðinni sem er skógi vaxin leið með fjörlegu fuglalífi og endar leiðin svo aftur ofan í Litla Skógi þar sem endamarkið liggur við upphaf skógarins.
Skráning og skráningargjöld
Þar sem að um ræðir fyrsta hlaup hjá Molduxi trail þá verður sérstakt kynningarverð.
- 5.000 kr Fyrir millivegalengd (12 km )
- 5.000 kr Fyrir lengri vegalengd ( 20+ km )
Skráning er á netskraning.is.
Aðrar upplýsingar
Það eru Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi vestra sem standa fyrir þessu hlaupi. Nánari upplýsingar veitir Jón Kolbeinn í síma 861-1986.