Mt. Esja Ultra er alvöru fjallahlaup sem haldið verður í ellefta sinn laugardaginn 18. júní 2022. Keppnin býður uppá fjölbreyttar vegalengdir sem henta öllum: Ein ferð upp að Steini, tvær ferðir upp og niður, maraþonvegalengd og 2 km ævintýrahlaup fyrir krakka.
Nýjungar Mt. Esja Ultra
Steinninn
Steinninn (ein ferð upp að steini) var fyrst haldinn árið 2019 og hefur fest sig í sessi. Þetta er í raun tímataka upp að Steini og er alltaf gaman að sjá keppendur bæta tíma sinn. Markið/tímamotta er við Steininn og keppendur geta því gengið eða skokkað rólega niður að Esjustofu þar sem þeir fá Esju “finisher” glasið og léttar veitingar á drykkjarstöð.
Ævintýrahlaup fyrir krakka
Hlaupið var fyrst haldið í fyrra og tókst mjög vel. Um 15 sprækir krakkar hlupu einir eða í fylgd foreldra skemmtilega og fjölbreytta leið í skóginum. Leiðin verður vel merkt en starfsmenn hlaupsins hlaupa einnig með og passa að allir hlaupið í markið með bros á vör.
Mt. Esja maraþon
Nýjungar á hlaupaleiðinni
Í fyrra var gerð skemmtileg uppfærsla á hlaupaleiðinni í maraþoninu og í staðinn fyrir að fara upp og niður björgunarsveitaslóðann voru farnar nýjar leiðir sem Skógræktarfélag Reykjavíkur hefur unnið að síðustu ár. Einnig er hlaupin ný tengileið sem tengir bílastæðið við Mógilsá (Esjustofu) við bílastæði við Kollafjarðará. Í stað þess að hlaupa niður björgunarsveitaleiðinu er farin niður svokölluð “Nípuleið”, en það er hjólaleið sem er bráðskemmtilegt að hlaupa niður. Áður var einnig farið upp björgunarsveitaleiðina en nú er farin blástikuð leið sem leiðir upp að Gunnlaugsskarði og hefst við bílastæðið við Kollafjarðará.
Ný og rýmri tímamörk í maraþoninu
Nú hefur tveimur tímum verið bætt við tímamörkin og hafa nú hlauparar rýmri tíma til að klára hlaupið. Keppendur þurfa að leggja af stað frá Esjustofu í fimmtu og síðustu ferðina fyrir kl. 21:00 (eftir breytingu á rástíma).
Vegalengdir í boði og verð
Esja Maraþon: Vegalengd 43 km, hækkun 3500m
- 15.900 kr. (Til 30. nóvember)
- 17.900 kr. (Frá 1. desember - 30. apríl)
- 21.900 kr. (Frá 1. maí)
Skráning lokar þegar hámarksfjölda hefur verið náð (100 keppendur)
Esja Ultra II, tvær ferðir: Vegalengd 14 km, hækkun 1200m
- 5.900 kr. (Til 30. nóvember)
- 7.900 kr. (Frá 1. desember - 30. apríl)
- 9.900 kr. (Eftir 1. maí)
Skráning lokar þegar hámarksfjölda hefur verið náð (200 keppendur)
Steinninn – THE ROCK: Vegalengd 3 km, hækkun 600m
- 2.900 kr. (Til 30. nóvember)
- 3.490 kr. (Frá 1. desember - 30. apríl)
- 4.900 kr. (Eftir 1. maí)
Skráning lokar þegar hámarksfjölda hefur verið náð (100 keppendur)
Ævintýrahlaup í Esjuskógi fyrir spræka krakka. Vegalengd 2 km, lítil hækkun
- 500 kr. fyrir hvert barn (forráðamaður má hlaupa með)
Innifalið í skráningargjaldi
- Esjubjórglasið fyrir þá sem klára hlaupin innan tímamarka (þátttökupeningur fyrir krakka)
- Finisher gjöf fyrir þá sem klára maraþonið innan tímamarka
- Tímataka, númer og brautargæsla
- Íþróttadrykkir og næring á drykkjarstöð við Esjustofu
- Léttar veitingar
Skráningargjald er ekki endurgreitt en hægt verður að gera nafnabreytingar allt að tveimur vikum fyrir keppnisdag.
Afhending gagna
Skráningu í hlaupið fer að ljúka. Afhending gagna verður í verslun 66°Norður, fimmtudaginn 16. júní, á milli kl. 16-18.
Staðsetning
Allar vegalengdir verða ræstar frá Esjustofu á mismunandi tímum (sjá rástíma hér að neðan). Keppendur skulu mæta tímanlega og þeir sem keppa í maraþoninu verða að skrá sig sérstaklega hjá keppnisstjóra fyrir keppni.
Rástímar
- Mt. Esja maraþon - kl. 11:00 (seinkun á rástíma vegna veðurs)
- Steinninn – The Rock kl. 11:00
- Ævintýrahlaup í Esjuskógi – kl. 12:00
- Mt. Esja Ultra II ferðir - kl. 13:00
Verðlaun
Verðlaun verða veitt fyrir fyrstu þrjú sætin hjá körlum og konum í öllum vegalengdum (fyrir utan ævintýrahlaupið, allir fá verðlaun).
Sigurvegarar í öllum vegalengdum (fyrir utan ævintýrahlaup) fá að auki í verðlaun hinn margrómaða verðlaunagrip ESJUSTEININN.
Nánari upplýsingar
- Vefsíða hlaupsins: https://www.mtesjaultra.is
- Facebook: https://www.facebook.com/mtesjaultra
Kort
Þú getur séð Google kort af leiðinni hér neðst á þessari síðu og þú getur líka hlaðið leiðinni niður í úrið þitt: https://connect.garmin.com/modern/course/106638730
Hér neðan eru einnig myndir og hæðarkort af leiðunum í Mt. Esja Ultra hlaupinu.
Útbúnaður
Sterklega er mælt með því að hver keppandi hafi eftirfarandi útbúnað til taks (skyldubúnaður fyrir keppendur í maraþoni):
- Plastmál til að sækja vatn í læk og á drykkjarstöð
- Álteppi
- Farsíma
- Nægilegt magn af næringu og vökva (0,5-1,0 L) fyrir hvern hring
- Teygjubindi
- Vatnsheldan jakka úr öndunarefni
- Húfu eða buff og hanska
Mælt er með að hafa meðferðis:
- Göngustafi
- Drykkjarbelti eða vatnspoka
- Derhúfu
- Sólgleraugu
- Sólarvörn
- Núningsáburð og blöðruplástra
Heimilt verður fyrir maraþonhlaupara að geyma aukabúnað á sérstöku svæði við Esjustofu. Keppendur mega fá aðstoð frá einum utanaðkomandi aðila við Esjustofu. Það er mikilvægt að keppendur skipuleggi næringu, útbúnað, klæðnað og aðstoð vel fyrir keppni. Hlauparar þurfa að hafa meðferðis eigin næringu sem dugar út allt hlaupið.
Reglur
Aldurstakmörk
- Steinninn: 14 ára
- Tvær ferðir: 16 ára
- Maraþon: 18 ára
Tímatakmörk
- Steinninn: 90 mínútur
- Mt. Esja Ultra II: 4 klst.
- Mt. Esja Maraþon: 10 klst þegar lagt er af stað í síðasta sinn upp Esjuna.
Keppendur skuldbinda sig til að:
- Stunda viðeigandi þjálfun til að ljúka keppni innan tímamarka.
- Stunda heiðarlega keppni og fylgja settri leið skipuleggjenda.
- Bera virðingu fyrir náttúrunni og henda engu rusli á leiðinni nema við Esjustofu.
- Klæða sig eftir veðri og veðurspá.
- Hafa með sér næga næringu og vökva til að klára keppni.
- Virða reglur um utanaðkomandi aðstoð en aðeins einn einstaklingur má aðstoða hvern keppanda hverju sinni með búnað og næringu á sérstöku svæði við Esjustofu. Öll önnur utanaðkomandi aðstoð er bönnuð nema í neyð.
- Sýna öðrum keppendum og göngufólki tillitsemi á leiðinni.
- Hafa keppnisnúmer sýnilegt allan tímann.
- Skrá sig hjá starfsmanni við Stein (checkpoint) og Esjustofu í hverjum hring.
- Keppendum ber að aðstoða aðra keppendur í neyð þar til önnur viðeigandi hjálp berst.
- Keppnisstjóri ber ekki ábyrgð á hlaupurum vegna utanaðkomandi áhrifa eins og veðurs og náttúruhamfara.
- Keppendur eru á eigin ábyrgð í keppninni en eru hvattir til að leita viðeigandi aðstoðar ef um slys eða veikindi er að ræða.
- Keppnisstjóri getur vísað öllum frá keppni sem fylgja ekki settum reglum.
- Keppnisstjórum er heimilt að aflýsa eða stoppa hlaupið vegna utanaðkomandi aðstæðna