Óshlíðarhlaupið - Hlaupahátíð á Vestfjörðum

Um hlaupið

  • Vegalengdir15 km
  • Dagsetning18. júlí 2025

Óshlíðarhlaupið verður haldið 18. júlí og er hluti af Hlaupahátíðinni á Vestfjörðum. Hlaupið er 15 km lang götuhlaup þar sem hlaupið verður milli bæjarfélaga, frá Bolungarvíkurkaupstað til Ísafjarðar.

Hlaupaleiðin

Sjá kort af leiðinni neðst á þessari síðu.

Hlaupin verður 15 km leið um Óshlíðina en vegurinn þar er aflagður. Óshlíð er mjög brött hlíð milli Hnífsdals og Bolungarvíkur og heitir ysti hluti hennar Óshyrna. Árið 1949 var opnaður vegur um Óshlíð til Bolungarvíkur sem þá fyrst komst í vegasamband. Bolungarvíkurgöng komu árið 2010 í stað vegarins en honum hefur ekki verið haldið við síðan. Frá þeim tíma hefur Óshlíðin mikið verið stunduð sem útivistarsvæði. Vegurinn er malbikaður en hefur látið undan á köflum. Enginn teljandi hækkun er á leiðinni.

Vegfarendur þurfa að sýna aðgát því mikið grjóthrun er úr hlíðinni fyrir ofan og eins hefur vegurinn látið mikið á sjá vegna ágangs sjávar og grjóthruns. Hlaupið er næst í gegnum Hnífsdal og þar eftir á malbikuðum göngustíg meðfram Eyrarhlíð áleiðis til Ísafjarðar. Hlaupið endar á Silfurtorgi á Ísafirðið.

Skráning

Nánari upplýsingar eru á vef hlaupahátíðarinnar og skráning er hjá netskraning.is

Mynd með viðburði: Ágúst Atlason