Þátttökugjald

  • 20 km - Einstaklingur4.000 kr
  • 2 x 10 km - Tveggja manna sveit4.000 kr
  • 4 x 5 km - Fjögurra manna sveit4.000 kr

Um hlaupið

  • Vegalengdir20 km
  • Dagsetning8. maí 2021
Sjá úrslit Myndasafn úr hlaupinu

The Puffin Run - Heimaeyjarhringurinn fer fram í Vestmannaeyjum þann 8. maí 2021 kl. 12:30. Vestmannaeyjar eru stærsta lundabyggð í heimi og er tímasetning hlaupsins í ár miðuð við að lundinn sé sestur upp í björgin. Hluti leiðarinnar er meðfram lundabyggð.

Vegalengd
  • Einstaklingshlaup: 20 km
  • Tveggja manna sveit karla, kvenna eða blönduð: 2x10 km
  • Fjögurra manna sveit karla, kvenna eða blönduð: 4x5 km

Skráning og gagnaafhending

Forskráning er á hlaup.is til kl. 22:00 fimmtudaginn 6. maí.

Uppselt er í hlaupið og einnig hefur verið lokað fyrir skráningu á biðlista.

Í boði verður einstaklingskeppni í karla- og kvennaflokki sem og boðhlaup 2 og 4 manna í karla-, kvenna-, og blönduðum flokki. Hlauparar geta þá hlaupið 2*10 km eða 4*5 km.

Skráningargjaldið er 4.000 kr á mann, hvort sem hlaupari tekur þátt í einstaklingskeppninni eða boðhlaupinu. Ekki er endurgreitt af afskráð er eftir 7. apríl.

  • 1 x 20 km 4.000 kr
  • 2 x 10 km 4.000 kr. per mann
  • 4 x 5 km 4.000 kr. per mann

Afhending gagna

Gögn verða afhent í Sportvörum Dalvegi 32a í Kópavogi miðvikudaginn 5. maí eða Leturstofunni, Strandvegi 47 á föstudeginum 7. maí kl. 17:00 – 20:00. Mikilvægt er að heimamenn sæki gögnin sín þá. Þeir sem koma samdægurs fá gögnin sín á Skansinum í húsinu Landlist.

Verðlaun

Verðlaun fyrir fyrstu þrjá karla og konur í einstaklingskeppninni. Verðlaun fyrir fyrsta sæti í tvímennings og fjögurra manna sveit karla, kvenna og blandaðri.

Rásmarkið og startið í hlaupinu

Rásmark verður við virkið á Skansinum. Bílastæði eru austan við Fiskiðju.

Þeir sem eru að fara seinni parta hlaupsins fá akstur frá Skansinum að skiptistöð. Óskað er eftir að þeir sem eru búnir að hlaupa fyrri hluta, hlaupi með liðsfélaganum í mark þar sem ljósmyndarar verða á staðnum.

Annað

Þátttakendur komast í sturtu í Sundlaug Vestmannaeyja eftir hlaup.

Hlaupaleið

Hlaupið er frá Skansinum til vesturs. Framhjá FES og út Ægisgötu og Tangagötu. Inn á Skipasand og þaðan inn á Strandveg. Vestur Strandveg, upp Hlíðarveg og inn í Herjólfsdal. Hlaupið er hringinn í kringum Tjörnina. Þaðan er hlaupið framhjá Kaplagjótu, Mormónapolli og til suðurs með Hamrinum. Upp á Breiðabakka þar sem hlaupið er inn á veginn. Hlaupið er á veginum upp að Stórhöfða og beygt til vesturs göngustíginn að Lundaskoðunarhúsinu. Hlaupið meðfram og í lundabyggðinni vestur og suður Stórhöfðann. Frá Kaplapitti er hlaupið upp að húsinu og inn á veginn. Hlaupið á veginum niður Stórhöfða yfir eiðið milli Klaufar og Brimurðar. Beygt inn Kinn og hlaupið meðfram Sæfelli. Alveg út veginn og síðan beygt til austurs og farið meðfram flugbraut og út fyrir flugbrautarenda að austan. Þaðan niður með brúninni og með henni þar til að komið er inn á slóða. Hlaupið á Slóðanum að Eldfelli og farið framhjá Páskahelli. Farið meðfram Eldfelli að austan nánast að krossinum inn við Eldfellsgýg. Síðan er hlaupið á malarveginum á Nýja Hrauninu til austurs og síðan norðurs. Niður að gatnamótum, þá er beygt til austurs og hlaupið stutta vegalengd á veginum. Niður á útsýnispall hjá Viðlagafjöru, þar sem útsýni er að Bjarnarey, Elliðaey og Eyjafjallajökli. Frá honum er farið áfram til norðurs og farið grýtta leið meðfram Gjábakkafjöru sem endar upp á útsýnispalli móts við Klettshelli. Hlaupið er þaðan niður í Skansfjöru framhjá Stafkirkjunni og Landlyst þar sem hringnum er lokað.