REYKJAVIK TRAIL hlaupið fer fram þriðjudaginn 12. ágúst og hefst kl. 18:30 (25 km), kl. 19:00 (15 km) og kl. 19:30 (5 km).
Um er að ræða skemmtilegt hlaup sem fer fram sem mest á utanvegastígum í Elliðaárdalnum, Rauðhólum og Heiðmörk.
Staðsetning
Hlaupið hefst neðst í Elliðaárdalnum (við Rafstöðvarheimilið). Bílastæði eru til dæmis neðst við Rafstöðvarveg, við Ártúnsskóla og Árbæjarsafn og léttur göngutúr í rás/endamarkið. Fólk er hvatt til að koma gangandi/hjólandi t.d. úr Fossvogi, Breiðholti, Árbæ, Ártúnsholti og víðar enda aðgengi með göngustígum orðið virkilega gott í Elliðaárdalnum.
Verðlaunaafhending verður fljótlega eftir að fyrstu 3 eru komnir í mark í hverri vegalengd.
Vegalengdir og hlaupaleiðir
- 5 km: Hlaupið á malarstígum í Elliðaárdal, hlaupið á eyjunni og „Hatturinn“ fyrir neðan 111 Breiðholt.
- 15 km: Sama leið og 5 km og bætt við leið áfram upp Elliðaárdal og gegnum Norðlingaholt og hringur í Rauðhólum og til baka.
- 25 km: Sama leið og 15 km og bætt við um 10 km hring í Heiðmörk.
Kort af hlaupaleiðum
Sjá kort af leiðinni neðst á þessari síðu fljótlega. Kortið er 95% rétt en hugsanlega verða einhver frávik vegna brúarframkvæmda efst í Elliðaárdal.
Verðlaun
Vinningar verða veittir fyrir fyrstu þrjá í hverri vegalengd, karla og kvenna. Einnig fyrir sigurvegara í hverjum aldursflokki karla og kvenna. Vænir útdráttarvinningar verða dregnir út á meðan hlaupið fer fram auk nokkurra góðra sem dregið verður um strax að hlaupinu loknu.
Þátttökugjald og skráning
Þátttökugjöld eru breytileg eftir tímabilum:
Fyrir 20. maí 2025 (til og með 19. maí)
- 5 km: 3.990 kr
- 15 km: 7.990 kr
- 25 km: 10.990 kr
20. maí - 14. júlí 2025 (frá og með 1. maí til og með 14. júlí)
- 5 km: 4.990 kr
- 15 km: 8.990 kr
- 25 km: 12.990 kr
Eftir 14. júlí (frá og með 15. júlí og fram að hlaupi)
- 5 km: 5.990 kr
- 15 km: 9.990 kr
- 25 km: 13.990 kr
Skráningu lýkur 11. ágúst kl 13:00. Skoðað verður hvort heimilt verður að skrá sig í hlaupið eftir það, en það mun verða sett inn hér og á Facebook síðu hlaupsins.
Þið sem skráðuð ykkur fyrir 1. júlí munuð fá skilaboð þar sem útskýrt verður hvert þið sækið vörupakka sem þið unnuð ykkur inn með því að skrá ykkur fyrir 1.júlí.
ÞAÐ BORGAR SIG ENN AÐ SKRÁ SIG FYRIR LOK 25. JÚLÍ.
Allir sem skrá sig fyrir miðnætti 25. júlí fara í pott þar sem dregið verður um vænan pakka sem inniheldur alls kyns vörur fyrir utanvegahlaupara. Verðmæti allavegana 30.000 krónur og mögulega meira (er í vinnslu og verður birt nánar fljótlega).
Nánari upplýsingar um hvar á að sækja hlaupagögn koma síðar.
Öryggi og ábyrgð
Reykjavík Trail er utanvegahlaup og hlaupahaldari ítrekar mikilvægi þess að fara varlega í hlaupinu sem er með misjöfnu undirlagi. Hlauparar taka þátt í hlaupinu á eigin ábyrgð. Framkvæmdaaðilar eru á engan hátt ábyrgir fyrir skaða sem keppendur verða hugsanlega fyrir eða valda öðrum á meðan á þátttöku í hlaupinu stendur. Þátttakandi staðfestir skilning og samþykki á þessum skilmálum með því að skrá sig í hlaupið og að sækja rásnúmer sitt.
Nánari upplýsingar
Nánari upplýsingar veitir ivar@komaso.is netfang eða sms í farsíma 824 2266.