Um hlaupið

  • Vegalengdir5 km, 10 km
  • Dagsetning13. nóvember 2024

Miðvikudaginn 13. nóvember kl. 19:00, mun hinn alþjóðlegi hlaupaviðburður Run in the Dark fara fram á Íslandi í þriðja sinn!

Megið markmið hlaupsins er að safna fyrir rannsóknum á lækningu á mænuskaða og fer hlaupið fram samtímis, víðsvegar um heiminn. Við munum hlaupa saman í Elliðarárdalnum, á sama tíma og hlaupið verður á fjölmörgum stöðum um heim allan.

Skipuleggjendur hlaupsins í ár eru Global Shapers Reykjavík Hub.

Vegalengdir

Tvær vegalendir eru í boði, þ.e. einn eða tveir hringir. Hver hringur er 5 km.

Hlaupaleiðin

Hlaupum þægilega og skemmtilega leið frá Elliðárstöðinni, sjá kort neðst á þessari síðu.

Hlekkir á leiðina:

Hlaupaleiðin er aðgengileg flestum, hvort sem er hlaupið hægt eða hratt. Allir hlauparar byrja og enda hlaupið á sama stað. Fyrstu 2,5 km leiðarinnar eru þeir sömu fyrir alla hlaupara, síðan snúa 5 km hlauparar við og hlaupa til baka á endalínu. 10 km hlauparar snúa við eftir 5 kílómetra og hlaupa til baka yfir sama endamark.

Skráning

Þátttökugjald er 4.150 kr og fer skráning fram á heimasíðu Run In The Dark.

Tímataka

Tímataka fer fram í appinu sem hlauparar sækja: Run in the Dark 5K & 10K í App Store (apple.com) Niðurstöður hlaupsins fara inn á alþjóðlega stigatöflu Run in the Dark.

Aðrar upplýsingar