Sólstöðuhlaup Æskunnar og Skógarbaðanna

Þátttökugjald

  • 14,2 km2.500 kr
  • 24 km3.500 kr

Um hlaupið

  • Vegalengdir14,2 km, 24,5 km
  • Dagsetning14. september 2024
Sjá úrslit

Sólstöðuhlaup Æskunnar og Skógarbaðanna er nýtt utanvegahlaup fyrir alla sem verður haldið laugardaginn 14. september 2024. Hlaupið í ár er prufuhlaup fyrir Sólstöðuhlaupið sem verður formlega stofnað á sumarsólstöðum í júní 2025. Hlaupið er ræst á íþróttavellinum á Svalbarðseyri og endar við Skógarböðin. Hlaupið er um gamla þjóðveginn sem liggur upp Vaðlaheiðina. Hlaupið er haldið í samstarfi við Skógarböðin og öll sem hlaupa fá aðgang í Skógarböðin eftir hlaupið.

Hlaupið hefst klukkan 17:30 á íþróttasvæðinu við Valsárskóla. Ræst verður í tveimur ráshópum 24,5 km klukkan 17:30 og 14,2 km klukkan 18:00. Ungmennafélagið Æskan á Svalbarðsströnd heldur utan um hlaupið og verður Björgunarsveitin Týr með gæslu á hlaupaleiðinni.

Sólstöðuhlaupið A
Vegalengdir og þátttökugjald

Boðið er upp á tvær vegalengdir:

  • 14,2 km með 300m hækkun, 2.500 kr. Rástími klukkan 18:00
  • 24,5 km 700m hækkun, 3.500 kr. Rástími klukkan 17:30

Tímataka með flögum verður í hlaupinu.

Skráning og afhending gagna

Skráning í hlaupið fer fram á hlaup.is, sjá hér efst á þessari síðu. Skráning á hlaup.is er til hádegis fimmtudaginn 12. september en einnig verður hægt að skrá sig á staðnum á keppnisdegi.

Boðið verður upp á rútuferðir fyrir keppendur frá Glerártorgi á Akureyri. Rútuferðin tekur 20 mínútur og er brottför kl. 16:40. Við hvetjum keppendur eindregið til að nýta sér þennan möguleika. Rútuferðin er innifalin í þátttökugjaldinu. Við skráningu í hlaupið þarf einnig að skrá sig í rútuna.

ATH rúta úr Skógarböðunum að Glerártorgi fer kl. 22:30 fyrir þá sem skráðu sig í rútuna á Svalbarðseyri.

Ef keppendur vilja taka með tösku þá verður hægt að merkja töskuna sína og skilja hana eftir í rútunni. Töskurnar verður síðan hægt að sækja við Skógarböðin.

Afhending hlaupagagna fer fram á Hótel Akureyri þann 13. september frá 17-19. Fyrir þá sem ekki komast þá er hægt að nálgast gögnin í Valsárskóla fyrir hlaupið.

Með skráningu í Sólstöðuhlaupið, afsala keppendur sér öllum rétti til að krefjast skaðabóta frá Sólstöðuhlaupinu eða samstarfsaðilum þess vegna meiðsla, veikinda eða slysa sem aðilar gætu orðið fyrir vegna þátttöku í hlaupinu.

Skráning í Sólstöðuhlaupið er bindandi. Enginn hluti þátttökugjaldsins fæst endurgreiddur ef skráður einstaklingur getur ekki tekið þátt af einhverjum ástæðum, s.s. vegna veikinda eða meiðsla.

Nafnabreytingar eru ekki heimilar í Sólstöðuhlaupi.

Verðlaun og keppnir

Innifalið í þátttökugjaldi er aðgangur að Skógarböðunum eftir hlaupið og rúta frá Akureyri að Svalbarðseyri.

Verðlaun verða veitt fyrir þrjú fyrstu sæti karla og kvenna. Einnig eru úrdráttarverðlaun í boði fyrir alla.

Í hlaupinu verða tvær kórónu keppnir (segment), Raninn og göngustígurinn í Vaðlaheiðarskógi. Til að taka þátt í kórónu keppninni þurfa keppendur að hlaupa með Strava og hlaða inn hlaupinu eftir keppnina. Til að vinna kórónu þarf að hlaupa segmentið á besta tímanum á meðan keppninni stendur. Sá sem fór kórónuna á bestum tíma fær glæsileg verðlaun og viðurkenningu.

Leiðirnar

Tvær vegalengdir eru í boði:

  • 14,2 km - Ræst á Svalbarðseyri, þaðan liggur leiðin upp Ranann, gamla þjóðveginn, sem liggur að Vaðlaheiðarvegi. Frá Vaðlaheiðarvegi liggur leiðin í suður í átt að Skógarböðunum. Tvær drykkjarstöðvar eru á leiðinni.
  • 24,5 km - Ræst á Svalbarðseyri, þaðan liggur leiðin upp Ranann, gamla þjóðveginn, sem liggur að Vaðlaheiðarvegi. Frá Vaðlaheiðarvegi liggur leiðin í norður upp heiðina og að möstrum. Þaðan er snúið við og farið Vaðlaheiðarveginn til suðurs í átt að Skógarböðunum. Þrjár drykkjarstöðvar eru á leiðinni.

Hér er hægt er að sjá kort af hlaupaleiðunum.

Aðrar upplýsingar

Þátttakendur sem ætla ekki að nýta sér rútuna frá Akureyri að startinu á Svalbarðseyri þá er mikilvægt að vera kominn í Valsárskóla minnst 30 mín fyrir hlaup.

  • Drykkjarstöðvar á leiðinni
  • Það verður súpa í boði eftir hlaupið
  • Brautarverðir verða á völdum stöðum á leiðinni. Stígur er greinilegur mestan hluta leiðarinnar og brautin merkt.
  • Tímataka með flögum
  • Þátttakendur eru að öllu leyti á eigin ábyrgð í hlaupinu

Nánari upplýsingar

Ari: 6933785 aribjon1985@gmail.com
Anna: 6620666 annmsig@gmail.com