Þátttökugjald

  • 14,2 km10.900 kr
  • 26 km12.900 kr

Um hlaupið

  • Vegalengdir14,2 km, 26 km
  • Dagsetning21. júní 2025

Sólstöðuhlaupið er nýtt utanvegahlaup í Vaðlaheiði við Eyjafjörð sem verður haldið á Sumarsólstöðum laugardaginn 21. júní.

Ungmennafélagið Æskan á Svalbarðsströnd skipuleggur hlaupið og sér Björgunarsveitin Týr um gæslu á hlaupaleiðinni. Rásmarkið er á Svalbarðseyri og hlaupið endar við Skógarböðin. Skógarböðin er stærsti styrktaraðilinn í hlaupinu og fyrstu 200 sem skrá sig fá aðgang í Skógarböðin eftir hlaupið.

Sjá myndir úr prufuhlaupinu sem var haldið 14. september 2024.

Innifalið í þátttökugjaldi:

  • 200 fyrstu sem skrá sig fá aðgang í Skógarböðunum eftir hlaupið
  • Rúta frá Akureyri í startið á Svalbarðseyri (skráning nauðsynleg)
  • Rúta frá Skógarböðunum til Akureyrar kl. 02:00 (skráning nauðsynleg)
  • Íslensk kjötsúpa í markinu ásamt drykkjum
  • Lengri opnunartími fyrir hlaupara í Skógarböðin, opið til kl. 2:00
  • Lifandi tónlist í Skógarböðunum frá kl. 24:00
  • Brautargæsla og tímataka með flögu

Sólstöðuhlaupið 4

Vegalengdir

Boðið er upp á tvær vegalengdir og eru báðar vegalengdir viðurkenndar af iTRA (til að fá iTRA stig þarf að skrá fullt nafn og kennitölu við skráningu):

  • 14,2 km með 302m hækkun, 340m lækkun - Frábær hlaupaleið fyrir byrjendur í utanvegahlaupi
  • 26 km með 753m hækkun, 788m lækkun

Kort af hlaupaleiðunum eru neðst á þessari síðu.

Tvær drykkjarstöðvar á hvorri leið, boðið verður upp á vatn og Gatorade.

Skráning og afhending gagna

Skráning í hlaupið fer fram á hlaup.is, sjá hér efst á þessari síðu og verður til miðnættis laugardaginn 14. júní. Hámarksfjöldi þátttakenda í hlaupið er 300 manns. Þátttökugjöld eru eftirfarandi:

  • 14,2 km: 10.900 kr. til og með 23. apríl. 12.500 kr frá og með 24. apríl
  • 26 km: 12.900 kr. til og með 23. apríl. 14.900 kr frá og með 24. apríl

Við skráningu í hlaupið þarf einnig að skrá sig í rútuna, báðar leiðir og Skógarböðin.

Ræst verður frá íþróttavellinum á Svalbarðseyri, stefnt er að því að ræsa 26 km hlaupið kl 20:15 og svo 14 km hlaupið kl 21:00. ATHUGIÐ að þessi tímar gætu breyst!

Rúta verður í boði frá Akureyri að rásmarkinu á Svalbarðseyri og svo til baka til Akureyrar kl. 02:00 frá Skógarböðunum. Við skráningu í hlaupið þarf að skrá sig í rúturnar og við viljum hvetja hlaupara til að nýta sér þessa þjónustu. Athugið að rútan er innifalin í verðinu þar sem ekki verður heimilt fyrir hlaupara að leggja við Skógarböðin.

Afhending hlaupagagna verður auglýst síðar á Facebook og Instagram síðum hlaupsins.

Ef keppendur vilja taka með tösku þá verður hægt að merkja töskuna sína og skilja hana eftir í startinu. Töskurnar verður síðan hægt að sækja við Skógarböðin.

Verðlaun og keppnir

Eftirfarandi verðlaun eru í boði:

  • Verðlaun fyrir fyrstu 3 sæti í karla og kvennaflokki verða í báðum vegalengdum
  • Fjöldi útdráttarverðlauna
  • 2 x segmentverðlaun

Sólstöðuhlaupið A
Skilmálar

Með skráningu í Sólstöðuhlaupið:

  • Afsala keppendur sér öllum rétti til að krefjast skaðabóta frá Sólstöðuhlaupinu eða samstarfsaðilum þess vegna meiðsla, veikinda eða slysa sem aðilar gætu orðið fyrir vegna þátttöku í hlaupinu.
  • Gefa keppendur skipuleggjendum leyfi til að nota myndir sem teknar eru í hlaupinu fyrir auglýsingar
  • Eru keppendur með bindandi skráningu. Enginn hluti þátttökugjaldsins fæst endurgreiddur ef skráður einstaklingur getur ekki tekið þátt af einhverjum ástæðum, s.s. vegna veikinda eða meiðsla.

Nánari upplýsingar
  • Sólstöðuhlaupið er styrktarhlaup, allur ágóði af hlaupinu, ef einhver verður, mun renna til Ungmennafélags Æskunnar á Svalbarðsströnd og Björgunarsveitarinnar Týs.
  • Nánari upplýsingar á heimasíðu hlaupsins
  • Netfang hlaupsins: solstoduhlaup@gmail.com
  • Tengiliðir: Anna: 662-0666 og Arnar: 662-2891