Stjörnuhlaupið fer nú fram með breyttu sniði síðdegis laugardaginn 29. maí. Boðið verður upp á tvær gleðileiðir, 10 km hring og 2 km hring en hann er sérstaklega hugsaður fyrir yngri kynslóðina.
10 km hlaupið verður ræst kl. 16:00. Upphaf og endastöð hlaupsins er á Garðatorgi. Hlaupaleiðin er ný og að langmestu leyti á stígum Garðabæjar en hún hlykkjast skemmtilega um nokkur hverfi bæjarins. 2 km hlaupið verður ræst aðeins seinna.
Hlauparar geta gert ráð fyrir veglegu fjöri í brautinni þar sem tónaflóð mun dynja á þeim svo til í hverju skrefi.
Við tókum viðtal við forsvarsmenn hlaupsins og heyrðum hvað þeir höfðu að segja um allar þær nýjungar sem verið er að kynna í nýju Stjörnuhlaupi.
Skráning og þátttökugjald
Skráning í hlaupið fer fram hér á hlaup.is, sjá efst á þessari síðu. Skráning er opin til kl. 24 föstudagskvöldið 28. maí.
Skráningargögn eru afhent á Garðatorgi á milli 13:00 og 15:00 á hlaupdegi. Einnig verður hægt að skrá sig í hlaupið á þeim tíma.
Skráningargjald í 10 km fjörið:
- 3.000 kr. 15 ára og eldri
- 1.500 kr. 14 ára og yngri
- Fjölskylduskráning (pakki) – 7.000 kr. Notið kóðann STJORNU-FJOLSK í reitinn Afsláttarkóði þegar þið skráið ALLA fjölskylduna í einu.
Skráningargjald í 2 km gleðina er 1.000 kr.
Keppnisgögn verða afhent í íþróttamiðstöðinni Ásgarði daginn fyrir hlaup, þ.e föstudaginn 28. maí á milli 16:00 og 19:00.
Nánari upplýsingar
Nánari upplýsingar um hlaupið verður að finna á vef hlaupsins: stjornuhlaup.is