Þróttur í Vogum hefur endurvakið Strandarhlaupið sitt sem naut nokkurra vinsælda 2016-2018. Hlaupið nefnist nú Strandarhlaup Blue og fer fram föstudaginn 7. júní í Vogum og verður ræst kl. 17.
Strandarhlaup Blue verður ein af opnum greinum Landsmóts UMFÍ 50+ og því geta allir skráð sig til leiks. Keppt verður í tveimur aldursflokkum 49 ára og yngri og 50 ára og eldri.
En eins og Vogamönnum einum er lagið verður boðið upp á skemmtilegt hlaup með fallegum hlaupaleiðum og góðum verðlaunum.
Hlaupaleiðir
Hlaupaleiðirnar eru eins og áður var tvær, 5 km blönduð leið með götukafla, malarkafla og stuttum utanvegakafla. Mjög falleg leið sem naut vinsælda og ánægju hlaupara. Í 10 km er boðið upp á örlítið breytta leið og hlaupið inn á Vatnsleysuströndina og sömu leið til baka. Utanvegakafli sem áður var á þeirri leið hefur verið aflagður þar sem vegurinn hefur versnað til muna á þeim árum sem liðin eru frá því að hlaupið var haldið síðast.
Skráning
Allir sem skrá sig í hlaupið fyrir 6. júní komast í pott og eiga möguleika á að vinna gjafabréf frá 66°Norður.
Við hvetjum alla til að taka þátt - skráning fer fram hér https://shorturl.at/aoQS7
Glæsileg verðlaun í boði fyrir fyrsta sæti í öllum flokkum og útdráttarverðlaun verða veitt í lok hlaups!
Nánari upplýsingar
Facebooksíða Strandarhlaup Blue.
Viðburður á Facebook - Strandarhlaup Blue - Landsmót UMFÍ 50+ í Vogum 7. júní 2024.