Súlur Vertical utanvegahlaupið er spennandi áskorun sem fer fram á Akureyri dagana 4-5. ágúst 2023 þar sem boðið er upp á fjórar vegalengdir, 19 km (Fálkinn), 29 km (Súlur), 43 km (Tröllið) og 100 km (Gyðjan). Að auki verður Krakkahlaup föstudaginn 4. ágúst.
Hlaupin
Gyðjan
Gyðjan er 100 km fjallahlaup með 3580 m hækkun. Hlaupið hefst við Goðafoss og þaðan er hlaupið yfir Belgsárfjall og Vaðlaheiði til Akureyrar, upp á bæjarfjallið Súlur, inn á Glerárdal og að lokum niður í miðbæ Akureyrar.
Tröllið
Tröllið 43 km er fjallahlaup með 1870 metra hækkun þar sem hlaupið er upp á bæjarfjallið Súlur og þaðan eftir fjallshryggnum inn á Glerárdal. Krefjandi leið í stórbrotnu umhverfi.
Súlur
Súlur er 29 km fjallahlaup með 1410 m hækkun. Krefjandi hlaup en á flestra færi með góðum undirbúningi.
Fálkinn
Fálkinn er 19 km stígahlaup með 530 m hækkun. Skemmtileg leið sem flestir ráða við.
Tímasetning
Öll hlaupin hefjast föstudaginn 4. ágúst eða laugardaginn 5. ágúst 2023 á eftirfarandi rástímum:
- 100 km Gyðjan: Föstudagur 4. ágúst kl. 20.00 við Goðafoss (hægari hlauparar)
- 100 km Gyðjan: Laugardagur 5. ágúst kl. 02.00 við Goðafoss (hraðari hlauparar)
- 43 km Tröllið: Laugardagur 5. ágúst kl. 08.00 í Kjarnaskógi.
- 29 km Súlur: Laugardagur 5. ágúst kl. 10.00 í Kjarnaskógi.
- 19 km Fálkinn: Laugardagur 5. ágúst kl. 11.00-11.30 í Kjarnaskógi.
- Krakkahlaup: Föstudagur 4. ágúst kl. 16 í Kjarnaskógi
Nánari upplýsingar
Nánari upplýsingar eru á vefsíðu hlaupsins.
Myndir og umfjöllun um fyrri Súluhlaup
- Myndasafn frá hlaupinu 2022
- Kíktu á umfjöllun hlaup.is og viðtöl við hlaupara þegar Súlur Vertical átti að vera 2020.
Hlaup.is spjallaði við Þorberg Inga um hlaupið 2022 og þar sagði hann okkur m.a. frá nýjungum, sérstöðu hlaupsins, áhorfenda aðgengi og ýmislegt fleira.