Súlur Vertical er spennandi áskorun sem fer fram á Akureyri þann 30. júlí 2022 þar sem boðið er upp á þrjár vegalengdir, 18 km, 28 km og 55 km utanvegahlaup.
Hlaup.is spjallaði við Þorberg Inga um hlaupið í ár og þar sagði hann okkur m.a. frá nýjungum, sérstöðu hlaupsins, áhorfenda aðgengi og ýmislegt fleira.
Kíktu á umfjöllun hlaup.is og viðtöl við hlaupara þegar Súlur Vertical átti að vera 2020.
Tímasetning
Öll hlaupin eru laugardaginn 30. júlí 2022
- 55 km Ultra hlaupinu er startað kl 07:00 í Kjarnaskógi/Hömrum.
- 28 km hlaupinu er startað kl 10:00.
- 18 km hlaupinu er startað klukkan 11:00
Vegalengd
Boðið er upp á þrjár vegalengdir. 55 km með 3000m hækkun og gefur 3 ITRA punkta. 28 km með um 1400 m hækkun sem gefur 1 punkt. Stysta leiðin er 18 km með 450 m hækkun.
Skráning og verð
Skráning er á netskraning.is. Skráningu lýkur þann 26. júlí.
Verðin í hlaupið er eftirfarandi:
- 55 km Ultra: Almennt verð: 24.900 kr. Forskráningarverð til 15. júlí: 19.500 kr
- 28 km: Almennt verð: 16.900 kr. Forskráningarverð til 15. júlí: 11.500 kr
- 18 km: Almennt verð: 12.900 kr. Forskráningarverð til 15. júlí: 8.500 kr
Gjöf frá 66°North: 66°N gefur takmörkuðum fjölda þátttakenda glæsilega hálfrennda Straumnes peysu, (Power Grid™) við skráningu.
Fyrstu 150 þátttakendur í 55K fá gefins peysu, fyrstu 200 þátttakendur í 28K og fyrstu 400 þátttakendur í 18K.
Þeir þátttakendur sem missa af skráningargjöfinni geta keypt peysuna á 5.000 kr.
Ef mótshaldari þarf að aflýsa hlaupinu með stuttum fyrirvara vegna náttúruhamfara, veðurs, heimsfaraldurs eða annarra ófyrirsjáanlegra ástæðna, mun þátttökugjald verða endurgreitt að fullu fyrir þá sem þess óska.
Afhending gagna
Afhending gagna fer fram fimmtudaginn 29. júlí (14:00-18:00) og föstudaginn 30. júlí (14:00-20:00) í verslun 66°Norður að Skipagötu 9. Allir keppendur fá töskumiða ef þeir vilja skilja eftir tösku í rásmarki. Töskurnar verður síðan hægt að sækja nálægt endamarki.
Lýsingar á vegalengdum og nánari upplýsingar
Kort af leiðunum og nánari leiðarlýsingar og upplýsingar má finna á sulurvertical.is
Skilmálar um þátttökurétt
Ekki er hægt að flytja skráningu milli ára. Ekki er leyfilegt að selja öðrum skráningu. Leyfilegt er að breyta um nafn skráningar þar til allt að 14 dögum fyrir hlaupið. Skráður þátttakandi er ábyrgur fyrir hlaupanúmeri og öðrum gögnum sem honum hefur verið úthlutað og er honum ekki heimilt að láta það öðrum í té, til þátttöku í hlaupinu. Sá sem hleypur með númer sem ekki er skráð á hann af mótshaldara er ekki gildur þátttakandi.