Utanbrautarhlaup Hlaupahátíðar á Vestfjörðum

Um hlaupið

  • Vegalengdir7 km
  • Dagsetning18. júlí 2025

Utanbrautarhlaup Hlaupahátíðarinnar á Vestfjörðum verður haldið 18. júlí og er 7 km langt.

Hlaupaleið

Sjá kort af leiðinni neðst á þessari síðu.

Þetta er nokkuð auðveld 7 km braut með mikilli lækkun og hentar því flestum þátttakendum. Hlaupið verður frá gönguskíðasvæði Ísafjarðarbæjar (Seljalandsdal) þar sem farið verður eftir hjóla og göngustígum í nágrenni við Seljalandsveg. Einnig verður hlaupið á varnargörðum ofan við Ísafjarðarbæ. Utanbrautarhlaupið sameinast Óshlíðarhlaupinu á hringtorginu þegar um það bil einn km er eftir í markið en hlaupið endar á Silfurtorgi.

Skráning

Nánari upplýsingar eru á vef hlaupahátíðarinnar og skráning er hjá netskraning.is

Mynd með viðburði: Ágúst Atlason