Um hlaupið

  • Vegalengdir1,5 km, 10 km, 20 km
  • Dagsetning25. júlí 2025

Vatnsnes Trail Run er nýtt utanvegahlaup á Hvammstanga á Norðurlandi vestra og verður haldið í fyrsta skipti þann 25. júlí 2025. Hlaupið fer fram í einstakri náttúru þar sem fjall mætir sjó og leiðirnar liggja um skóga, kindagötur, mólendi, meðfram lækjum og yfir opið útsýni yfir Húnaflóa og nærliggjandi fjöll.

Hlaupaleiðirnar

Boðið er upp á þrjár hlaupaleiðir í náttúrulegu og fjölbreyttu landslagi á Vatnsnesi.

20 km leið (~826 m hækkun)
Ræst við Félagsheimilið á Hvammstanga kl. 14. Hlaupið liggur upp með Syðri-Hvammsá, í gegnum Kirkjuhvamm og áfram yfir Efstaberg. Þaðan liggur leiðin norður í Hvamminn. Frá Hvamminum heldur hlaupið áfram að Káraborg og að Fjalagilslæk, þar sem er drykkjarstöð. Leiðin snýr svo aftur og sameinast síðasta hluta 10 km hlaupsins.

10 km leið (~513 m hækkun)
Ræst við Félagsheimilið kl. 15. Leiðin fer í gegnum skógræktarsvæði og yfir í Hvamminn með útsýni yfir mýri og árfarvegi. Þaðan liggur leiðin meðfram Ytri-Hvammsá og niður í mark aftur við Félagsheimilið. Drykkjarstöð í Hvamminum.

Fjölskylduhlaup (~1,5 km)
Fjölskylduhlaup, tæpir 1,5 km, verður einnig í boði og byrjar það og endar við Félagsheimilið á Hvammstanga. Ræst er í hlaupið kl. 13 og er frítt fyrir alla í hlaupið og glaðningur að hlaupi loknu fyrir börnin!

Skráning og þátttaka

Skráning hjá netskraning.is skráningu lýkur fyrir ræsingu.

Skráningargjald:

  • Fjölskylduhlaup: Ókeypis
  • 10 km: 5.000 kr.
  • 20 km: 7.000 kr.

Afhending gagna verður auglýst síðar. Innifalið í gjaldi er tímataka, brautarvarsla, drykkjarstöðvar og hressing eftir hlaup.

Verðlaun

Verðlaun verða veitt fyrir 3 efstu sæti í karla- og kvennaflokki í 10 og 20 km vegalengdum. Einnig verða vegleg útdráttarverðlaun.

Staðsetning og aðgengi

Hlaupið fer fram á Hvammstanga á Vatnsnesi. Góðir gistimöguleikar eru á tjaldsvæðinu í Kirkjuhvammi, á Hvammstanga og í nágrenninu.

Nánari upplýsingar

Fylgstu með á Facebook-síðunni og @vatnsnestrailrun á Instagram.
Netfang: vatnsnestrailrun@gmail.com