Um hlaupið

  • Vegalengdir1,5 km, 4,5 km, 9 km
  • Dagsetning18. október 2025

Víðavangshlaup Íslands er meistaramót Íslands í víðavangshlaupum, og tilheyrir ekki Framfararöðinni sem slíkri. Það er þó öllum opið og hlauparar af öllum getustigum hvattir til að vera með.

Keppnisstaður og tími

Start og mark er á miðju tjaldsvæði Reykjavíkurborgar í Laugardal og hlaupið í grasbrekkum og malarstígum þar í kring. Brautin er nokkuð hæðótt. Hér er ekki skipt í stutt og langt hlaup heldur hlaupa aldursflokkar mislangt, frá 1,5 km upp í 9 km þar sem hringurinn er 1,5 km að lengd, mestmegnis á grasi en að nokkru leyti á möl.

Hér er ekki skipt í stutt og langt hlaup heldur hlaupa aldursflokkar mislangt, frá 1,5 km upp í 9 km. Keppni hefst kl. 10:00 eins og Framfarahlaupin en skipt er í aldursflokka.

Bílastæði eru við Farfuglaheimilið, Skautahöllina eða Húsdýragarðinn.

Sjá kort af leiðinni neðst á þessari síðu.

Skráningar

Skráning keppenda fer fram á https://netskraning.is/vidavangshlaup_islands/.

Keppnisflokkar

Keppnisflokkar miðast við fæðingarár. Keppnisflokkar, vegalengdir og rástímar eru eftirfarandi:

  • Piltar og stúlkur 12 ára og yngri - 1,5 km - 10:00
  • Piltar og stúlkur 13 - 14 ára - 1,5 km - 10:15
  • Piltar og stúlkur 15 - 17 ára - 4,5 km - 10:30
  • Piltar og stúlkur 18 - 19 ára - 4,5 km - 10:30
  • Karlar og konur 20 ára og eldri - 9 km - 11:00

 

Hlaupstjórn og framkvæmd

Burkni Helgason, burknih@gmail.com, 660-0078.