Gleði og litadýrð verður við völd í Reykjavík 6. júní næstkomandi.Skemmtileg nýjung mun líta dagsins ljós í íslenskri hlaupaflóru næsta sumar þegar hið skemmtilega Color Run verður haldið hér á landi. Hlaupið með sinni skemmtilegu hugmyndafræði hefur verið haldið víða heim og í raun slegið í gegn allsstaðar.5.000 boðað komu sínaGríðalegur áhugi virðist vera á hlaupinu hérlendis en yfir 5.000 manns hafa boðað komu sína á fésbókarsíðu hlaupsins. Yrði sá áhugi að raunveruleika verður um gríðarstóran og öðruvísi atburð að ræða í íslensku hlaupalífi.
Erfitt er að lýsa Color Run í orðum en það snýst að miklu leyti um litasprengjur sem keppendur og starfsmenn "sprengja" á meðan hlaupinu stendur með skemmtilegum afleiðingum. Keppendur eru hvattir til að mæta hvítkllddir en í enda hlaupsins má fastlega reikna með fatnaður fólks hafi tekið töluverðum breytingum. Til marks um gleðina og þá stemmingu sem er ríkjandi í Color Run þá er enginn eiginleg tímataka í hlaupinu.
Útataðir þátttakendur"Allir þátttakendur fá poka með litapúðri sem þeir geta opnað hvenær sem er á í hlaupinu, en við mælum sérstaklega með að gera það fyrir framan sviðið þar sem er talið niður í svokallaðar litasprengjur, þá henda allir á sama tíma upp í loftið og skapast mikil gleði og stemming þegar þetta er gert," segir Davíð Luther Sigurðsson einn skipuleggjenda hlaupsins"Annars verða starfsmenn hlaupsins við svokölluð litahlið á eins kílómetra fresti og henda litapúðri yfir hlauparana. Þegar komið er í mark er hlauparinn mjög skrautlegur og til í gleðina fyrir framan sviðið þar sem litnum rignir yfir alla," útskýrir Davíð. Það er eins gott að mæta ekki í sparifötunum í Color Run
Mun fara fram í miðbæ ReykjavíkurDavíð segir að ekki hafi verið hlaupið að því að fá Color Run hingað til lands enda alþjóðlegt vörumerki sem nýtur mikilla vinsælda. "Það er búið að taka nánast tvö ár að fá leyfið en nú erum við komin með þriggjá ára samning við eigendur The Color Run um að halda hlaupið hér á landi. Ferlið hefur verið skemmtilegt, enda hef ég farið tvisvar út til að taka þátt í og vinna á sjálfum viðburðinum. Það er vægast sagt mögnuð upplifun að taka þátt í The Color Run," fullyrðir Davíð.Búið er að festa dagsetningu fyrir hlaupið, laugardaginn 6. júní 2015 og miðsala er þegar hafin á midi.is. Hlaupið verður haldið í miðbæ Reykjavíkur en ekki er búið að gefa upp nákvæma hlaupaleið. Ef eitthvað er að marka myndbönd af Color Run á Youtube er hætt við því að stemmingin verði ansi hreint mögnuð þennan sumarmorgun í júní á næsta ári, svo ekki sé talað um ef þátttakendur verða 5.000 eins og líkur virðast vera á. Já, það er óhætt að segja að þessi áhugaverði viðburður líti ansi hreint heillandi út fyrir fólk á öllum aldri, unga sem aldna.Til gamans má geta að The Color Run hóf göngu sína árið 2012 og var haldið í rúmlega fimmtíu borgum í Norður-Ameríku það ár Þátttakendafjöldi þetta fyrsta ár fór yfir 600.000. Árið 2013 var hlaupið í yfir 170 borgum í Bandaríkjunum, Suður-Ameríku, Evrópu, Suður-Afríku og Ástralíu.Gleðin og litasprengjurnar allsráðandi.