Vörukynning
Þórólfur Ingi Þórsson, 48 ára hlaupari, er búinn að stunda hlaup í 22 ár. Hann er margfaldur Íslandsmethafi í hlaupum í aldursflokkum 35 ára+. Hlaup.is heyrði í honum og kynnti sér hvernig búnað hann kýs að nota.
Þórólfur hefur aðallega hlaupið og æft fyrir götuhlaup en ég segist hafa bætt aðeins við sig í utanvegahlaupum síðustu árin. Fókusinn á þessu ári hafi hinsvegar verið á styttri götuhlaup og svo í september, eftir smá hvíld, þá byrja hann að æfa fyrir Valencia maraþonið sem er 1. desember næstkomandi. Þar stefni hann á að bæta sig í maraþoni og hlaupa á tveimur klukkustundum og tuttugu og eitthvað mínútum.
Hlaupaskór
Í Reykjavíkurmaraþoninu hljóp Þórólfur 10 kílómetra og fór það á rúmlega 33 mínútum.
Keppnisskór Þórólfs eru Brooks Hyperion Elite 4 skórnir sem eru með carbon plötu. Á tempóæfingum nota hann Brooks Hyperion Max og á rólegu æfingunum notar hann Brooks Glycerin skóna.
Fatnaður
Þórólfur segist reyna að vera eins léttklæddur og hann getur þegar hann keppir í 10 kílómetrum, lágum sokkum, stuttbuxum, hlýrabol og mögulega ermum ef það er ekki nógu hlýtt og þá einnig í þunnum hönskum. Hann hleypur líka alltaf með sólgleraugu og í keppni notar hann gleraugu þar sem linsan dökknar og lýsist eftir birtuskilyrðum. Í stuttu hlaupi eins og 10 km hlaupi tekur Þórólfur ekki neina næringu né vökva.
Upphitun
Þórólfur segist vakna nógu snemma á keppnisdag til að geta tekið 5 mínútna skokk, rúmlega tveimur klukkustundum fyrir keppni. Hann fær sér morgunmat ekki seinna en tveimur klukkustundum fyrir keppni. Þegar hann byrjar upphitun á keppnisstað klukkutíma fyrir keppni, þá er Þórólfur í utanyfirbuxum til að hjálpa til við að ná upp hita í fæturna. Einnig hitar hann upp í öðrum bol eða peysu en hann keppir í. Upphitunin er á bilinu 3-5 kílómetrar í heildina.
Eftir upphitunarskokkið skipti hann yfir í keppnisskóna og keppnisbolinn og klárar svo upphitunina með fjórum hraðaaukningum og svo 60-90 sekúndna hröðu hlaupi. Þá segist Þórólfur vera búinn að koma skrokknum í gang og hjartað hefur erfiðað smá. Hann segir að sér finnist best að vera búinn að láta reyna á hraða öndun áður en keppni hefst og þetta klárar hann15 mínútum fyrir keppni. Eftir það er bara að koma sér fyrir á ráslínunni, óska fólkinu í kringum sig góðs gengis og síðan róa hugann.
Eftir hlaup
Eftir hlaup þá fer Þórólfur aftur í upphitunargallann til að hindra það að kólna meðan hann tekur niðurskokkið og spjallar við aðra keppendur. Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka er einskonar uppskeruhátíð götuhlaupanna og því um að gera að leyfa sér að vera á staðnum eftir keppnina til þess að hvetja aðra og hittast og spjalla.
Nokkur góð ráð
Það er gott ráð að vera ekki að prófa neitt nýtt í keppni, engan nýjan búnað eða næringu. Það er mikil stemning við ræsingu og þá er mjög mikilvægt að hafa hugfast að fara ekki of hratt af stað. Það má ekki taka endasprettinn í byrjun, það er ástæða fyrir því að þetta heitir endasprettur! Við þurfum að gera ráð fyrir því að geta kreist allt úr okkur síðustu 500 metrana eða svo.
Fætur toga
Þórólfur notar vörur frá Fætur toga, en þar er fjölbreytt vöruúrval frá gæða vörumerkjum fyrir allar tegundir af hlaupum; götuhlaup, brautarhlaup, fjallahlaup og fleira.
Það sem skiptir Þórólf miklu máli þegar kemur að skóm, er að fóturinn sé stöðugur í skónum, hvort sem hann er að hlaupa á malbiki eða upp og niður fjöll. Skórnir frá Brooks hafa þennan eiginleika að passa vel upp á fæturna.
Hér eru dæmi um vörur sem Þórólfur notar í keppni í götuhlaupum: