Gunnlaugur Júlíusson: Soðinn á löppunum eftir 232 km

birt 30. maí 2014

Gunnlaugur hafnaði í 26. sæti í GUCR.„Hlaupið gekk svo sem samkvæmt áætlun, ég lauk því í ágætu standi og á tíma og sæti sem ég var sáttur við. Á hinn bóginn er erfitt að setja upp áætlanir fyrir svo löng hlaup því það er svo margt sem getur gerst á leiðinni," sagði Gunnlaugur Júlíusson ofurhlaupari sem um síðustu helgi hafnaði í 26. sæti í 232 km hlaupi sem nefnist Grand Union Canal (GUCR).232 km á tæpum 36 klukkustundumHlaupleiðin var frá miðborg Birmingham á Englandi niður til London samtals 232 km áður en komið var í mark við Litlu Feneyjar, skammt frá Paddington lestarstöðinni. Gunnlaugur hljóp vegalengdina á 35 klukkustundum og 43 mínútum.GUCR fer fram árlega og jafnan sækist fjöldi hlaupara eftir að fá að taka þátt. Í ár sóttu 250 hlauparar um að fá að hlaupa en aðeins 100 fengu að taka þátt og var Gunnlaugur einn þeirra. Þess má geta að þetta er í annað skipti sem Gunnlaugur þreytir hlaupið en í fyrra skiptið tók hann þátt árið 2012.

Rigndi eldi og brennisteini
Skömmu eftir að keppendur lögðu af stað í Birmingham laugardagsmorgunin 24. maí byrjaði að hellirigna og gerði væta hlaupurunum lífið leitt langt fram eftir degi þennan fyrri keppnisdag. Gunnlaugur játar því að veðrið hafi sett strik í reikninginn ekki í síst í ljósi hinnar gríðarmiklu vegalengdar sem keppendur hlupu. „Því skiptir reynslan gríðarlegu máli bæði við að vera vel undirbúinn og geta brugðist við erfiðleikum þegar þeir koma upp," segir Gunnlaugur.

„Aðstæður voru mjög erfiðar. Þær hafa líklega ekki verið erfiðari í neinu hlaupi sem ég hef tekið þátt í frá því árið 2007 þegar ég tók þátt í Spartathlon í Grikklandi í 32 stiga hita. Skömmu eftir að hlaupið var ræst kl. 6:00 á laugardagsmorgun fór að hellirigna og rigndi stanslaust fram til 16-17 um daginn. Þá stytti aðeins upp en svo skall á þrumuveður. Síðan var rigningarsuddi fram undir birtingu á fimmta tímanum morgunin eftir.""Sunnudagurinn var hins vegar fínn, hlýr og sólfar. Þegar ég hljóp GUCR fyrir tveimur árum þá rigndi töluvert í nokkra klukkutíma í kringum miðnættið. Þá var maður hins vegar farinn að hlaupa á góðum malarstígum svo vatnsveðrið gerði manni ekki svo erfitt fyrir. Fyrri hluti leiðarinnar er á hinn bóginn miklu viðkvæmari fyrir rigningunni og slóðinn breyttist víða í leðju og drullu. Því fór maður hægara yfir og þurfti að gæta sín betur en nauðsynlegt hefði verið ef það hefði verið þurrt í veðri," útskýrir Gunnlaugur.Keppendur búa sig undir að leggja í hann í Birmingham.

Soðinn á fótunum
Kl. 06.00 á öðrum degi, réttum sólarhring eftir að Gunnlaugur lagði af stað kom hann inn á hvíldarstöð í sól og blíðu en á þeim tímapunkti átti hann aðeins eitt sokkapar eftir af sjö. Því voru góð ráð dýr og ákvað Gunnlaugur að reyna þerra skóna sín eins vel og möguleiki var á til að eiga þess kost á að hlaupa í þokkalega þurru sem eftir var. En það átti aldeilis ekki eftir að verða raunin. „Það gekk ekki eftir því eftir nokkrar mílur var svona hálfar mílu langt svað þar sem stígurinn var ekkert nema drulla og bleyta. Þá var sá draumur búinn. Það fer mjög illa með fæturnar að hlaupa klukkutímum eða sólarhringum saman blautur í fæturnar. Skinnið soðnar og þá er stutt í blöðrunar. Þær eru hins vegar hluti af svona hlaupi og maður tekur því sem er óhjákvæmilegt," svarar Gunnlaugur þegar hann er beðinn um að lýsa hlaupinu.

Bleyta gerði Gunnlaugi erfitt fyrir í hlaupinu.Vann á seinni hluta hlaupsinsAðspurður svarar Gunnlaugur að hann sé ágætlega sáttur við hlaupið í heild sinni en hann kom í mark á 35 klukkustundum og 43 mínútum. „Ég var rúmum klukkutíma lengur að ljúka hlaupinu núna en fyrir tveimur árum en nú voru aðstæður miklu verri aðstæður. Af 110 hlaupurum sem lögðu af stað þá hættu 49. Ég vann vel á seinni hluta hlaupsins. Ég fer yfirleitt rólega af stað og við hálfnað hlaup var ég í 49. sæti. Ég endaði svo í 26. sæti sem ég var vel sáttur við. Ég fór fram út þeim síðasta nokkur hundruð metrum frá marklínu," segir þessi mikli hlaupagarpur.

Enginn sérstakur undirbúningur
Blaðamanni lék forvitni á að vita með hvaða hætti Gunnlaugur hefði undirbúið sig undir þessa gríðarlegu þrekraun og það stendur ekki á svörunum hjá Gunnlaugi: „Ég bjó mig ekkert sérstaklega undir þetta hlaup," svarar þessi ótrúlegi hlaupari. „Frá áramótum hef ég hlaupið svona 70-90 km á viku og aðeins einu sinni yfir 30 km. Svo hjóla ég reyndar töluvert. Ég vissi hins vegar að þetta myndi duga en það er svo margt annað sem skiptir miklu máli sem reynslan hjálpar manni með," svarar Gunnlaugur og greinilegt að þarf fer hlaupari með mikið sjalfstraust sem þekkir bæði íþróttina og líkama sinn út og inn. Þó viðurkennir Gunnlaugur að auðvitað hefði verið betra að æfa meira en hinsvegar hafi ýmislegt komið í veg fyrir það að þessu sinni.

Margir halda eflaust að maður sem hleypur 232 km í allt að því einum rikk hljóti liggja eftir lurkum laminn í fleiri vikur á eftir. Því er svo sannarlega öðruvísi farið í tilfelli Gunnlaugs. „Ég er bara fínn og það eina sem ég finn að er öðruvísi en ætti að vera er að það tekur í blöðrurnar undir iljunum. Að öðru leyti eru engar eftirstöðvar í lærum eða kálfum."HM í 24 tíma hlaupi freistarEftir að hafa rúllað upp þrekraun eins og GUCR hlaupinu er ekki úr vegi að spyrja Gunnlaug hvað sé á döfinni í hlaupunum á næstunni. „Ég er ekki alveg viss en HM í 24 tíma hlaupi freistar. Það verður haldið í Taiwan í byrjun desember. Ef af því verður þá verður maður hins vegar að æfa betur."Hlaupaleiðin liggur meðfram skurðum og síkjum.