Hugrún hjá Bændaferðum: Fjölbreyttar hlaupa- og maraþonferðir í boði

birt 25. janúar 2015

New York maraþonið er einfaldlega einstakt.Bændaferðir, umboðsaðili World marathon majors (sex stærstu maraþon veraldar) stóðu fyrir kynningu á hlaupaferðum ársins fyrir skömmu. Af WMM hlaupunum bjóða Bændaferðir upp á ferðir til Boston, New York, London og Berlín en uppselt er í tvö síðarnefndu maraþonin. Auk ofangreindra er boðið upp á ferðir í nokkur evrópsk maraþon.Númer í frægustu og stærstu maraþoninÍslenskjum hlaupurum bjóðast því enn og aftur góð tækifæri til að tvinna saman skemmtilegar borgarferðir og þátttöku í heimsins stærstu maraþon. Ferðirnar í maraþonin vestanhafs kosta sitt en Hugrún Hannesdóttir hjá Bændaferðum bendir á verðið hafi hækkað eftir að World Marathon Majors skyldaði umboðsaðila til að selja númer í maraþonin sem hluta af pakkaferð."Á móti kemur að það er mikil upplifun að taka þátt í Boston og New York, eitthvað sem flestir gera bara einu sinni á ævinni. Þá má kannski segja að þetta fari fyrst og fremst eftir því við hvað er miðað, því hlaupaferð til Boston eða New York er kannski ekki dýrari heldur en dagur í laxveiði ef út í það er farið. Boston er elsta og frægasta maraþon í heimi, svokallað elítuhlaup og númerin sem við seljum eru óháð tímatakmörkunum. New York er að margra áliti flaggskip hlaupanna, sennilega skemmtilegasta hlaupið og margir hlaupa sitt fyrsta maraþon á erlendri grundu einmitt í New York," útskýrir Hugrún.Fyrir utan allra stærstu maraþonin bjóða Bændaferðir einnig upp á ferðir til Amsterdam og Munchen, maraþon sem hafa notið vinsælda meðal íslenskra hlaupara undanfarin ár. Nýjungin í ár er maraþonið í Salzburg sem fram fer 3. maí. Brautin í Salzburg maraþoninu þykir hröð og einkar falleg enda hlaupið við rætur Alpanna.

Nóg í boði fyrir hópa með fjölbreyttar þarfir, München, Amsterdam og Salzburg
Í skipulagningu þessa árs lögðu forsvarsmenn Bændaferða mikla áherslu á að fjölga hlaupum þar sem fleiri en ein vegalengd er í boði, ferðir sem henta hjónum eða hópum sem vilja hlaupa mislangt hvort sem um er að ræða 10 km, hálfmaraþon eða maraþon. "Þannig ferðir henta hlaupahópunum einkar vel, hópurinn getur þá farið saman í ferð en einstaklingar fundið vegalengd við sitt hæfi. Við bjóðum nú München þriðja árið í röð, en á síðasta ári komust færri að en vildu. Í ár var hlauphópur búinn að biðja um dágóðan fjölda sæta í ferðina löngu áður en ferðin var sett í sölu. Við bjóðum einnig upp á Amsterdam, maraþon sem margir Íslendingar hafa tekið þátt í síðustu ár. Á síðasta ári skipulögðum við ferð þangað fyrir sérhóp og í ár ákváðum við að bjóða upp á þetta skemmtilega maraþon í almennri sölu. Nýja hlaupið okkar er síðan vormaraþon í borg tónlistarinnar, Salzburg," segir Hugrún í samtali við hlaup.is

Uppselt til London og Berlínar - laust í önnurMisjafnt er eftir ferðum hvort mörg sæti eru laus, ferðirnar til Berlín og London seldust upp nánast um leið og sala hófst, örfá númer eru eftir í Boston en fleiri í Salzburg, München, Amsterdam og New York.Áhugi á hlaupa- og maraþonferðum erlendis er nokkuð stöðugur milli ára að mati Hugrúnar en þó finnur hún t.a.m. fyrir mun meiri áhuga á Berlínarmaraþoninu en í fyrra. "Einnig finnum við að það er farið að spyrjast betur út hvað við bjóðum upp á fjölbreytt úrval hlaupaferða. Það búast kannski ekki allir við því að ferðaskrifstofa sem heitir Bændaferðir bjóði upp á svona margar hlaupaferðir en við erum hefðbundin ferðaskrifstofa í dag, þó uppruninn sé svo sannarlega skipulagning utanlandsferða fyrir bændur," útskýrir Hugrún.Berlínarmaraþonið virðist heilla Íslendinga.

"Ævintýralegt að fylgjast með þróuninni"
Eins og aðrir sem lifa og hrærast í íslenska hlaupaheiminum hefur Hugrún ekki farið varhluta af hinum aukna áhuga Íslendinga á hlaupum almennt. "Okkur finnst ævintýralegt að fylgjast með þróuninni í hlaupahópunum, það hefur orðið algjör sprenging í áhuga á hlaupum. Þá finnum við fyrir auknum áhuga á skíðagöngu með tilkomu Landvættanna," segir Hugrún að lokum og bætir við að Bændaferðir bjóði einnig upp á skíðagönguferðir.

Umfjöllun hlaup.is um sex stóru maraþonin

Umfjöllun hlaup.is um meistaradeild maraþonhlaupara

Heimasíða Bændaferða