Fjöldi Íslendinga hleypur hið stórkostlega New York maraþon á hverju ári.Bændaferðir tóku nýlega við umboði fyrir World Marathon Majors (WMM) hér á landi. Undir World Marathon Majors heyra maraþonin í New York, Chicago, Boston, Berlín, London og Tókýó. Þar með eru Bændaferðir sá aðili hérlendis sem býður íslenskum hlaupurum upp á öruggar skráningar í þessi frægustu maraþon veraldar.Ferðir í maraþon ársins eru flestar komnar í sölu en í mörgum tilfellum er boðið upp á glæsilegar pakkaferðir þ.e. flug, hótel, fararstjórn og skráningu í hlaup. Í maraþonin í Boston og London eru ekki skipulagðar ferðir, heldur eru skráningar til sölu hjá Bændaferðum en hlauparar sjá um ferðatilhögun. Rétt er að geta þess að aðeins eru örfá númer laus í Boston maraþonið og uppselt er í London maraþonið.Til viðbótar bjóða Bændaferðir einnig upp á spennandi ferðir í hið vinsæla maraþon í München og í hálfmaraþon í New York í mars næstkomandi. Rúsínan í pylsuendanum er svo stórkostleg ferð til Kína í maraþon á Kínamúrnum í maí. Hugrún Hannesdóttir hjá Bændaferðum svaraði nokkrum spurningum um ferðirnar sem í boði eru hjá fyrirtækinu.
Kynning á ferðunum hófst fyrir skömu, á hvaða ferðum hefur áhuginn verið mestur?
Við erum einungis rétt byrjuð að kynna ferðirnar og það sem hefur kannski komið okkur mest á óvart er að áhuginn er hvað mestur á München maraþoninu, sem ekki er hluti af World Marathon Majors seríunni. En við buðum einmitt upp á München maraþonið í fyrsta skipti nú í haust. Stærsti kosturinn við München er að þar eru 3 vegalengdir í boði sem hentar hlaupahópunum afar vel. En af World Marathon Majors er augljóslega mestur áhugi á New York maraþoninu í nóvember. Þó virðist Berlín ekki gefa New York mikið eftir.
Henta maraþonin fólki misjafnlega vel eða er þetta spurning um smekk og áhuga hvers og eins?
Boston er auðvitað frægasta hlaupið, svokallað elítuhlaup, svo það er draumur margra. Brautin í Berlín er þekktust fyrir hraða svo margir hafa sérstakan áhuga á Berlín. Tokyo verður í boði árið 2015 og það er greinilega mjög mikill áhugi á því hlaupi. En sú ferð verður óhjákvæmilega dýr, enda um dýrustu borg í heimi að ræða. Almennt virðist þetta samt snúast fyrst og fremst um smekk hvers og eins.
Berlín heillar marga og þátttakendur segja ólýsanlegt að hlaupa í gegnum Brandenborgar-hliðið.Þú talar um Tókýó, eru ferðirnar til Asíu ekki ávísun á afar sérstaka upplifun?Maraþonin í Kína og Japan eru klárlega hlaup sem flestir myndu fara í einungis einu sinni og það er mjög mikill áhugi á Japan. Maraþonið í Kína er hlaup sem gengur ekki á íslenskum markaði nema á nokkurra ára fresti. Þó hlaupið sé mikil upplifun er það afar erfitt en við buðum síðast upp á þá ferð árið 2006.Þið hafið viljið reyna að höfða til sem flestra í ykkar starfi. Liður í því er einmitt New York hálfmaraþonið núna í mars, ekki satt?Við stefnum á að bjóða upp á 1-2 slíkar ferðir á ári. Það eru jú margir að hlaupa sem ætla sér ekki endilega að hlaupa heilt maraþon og þess utan þarf einhvers staðar að byrja. Það þarf ekki endilega að fara í heilt maraþon í stóru frægu borgunum og svo er hægt að nýta ferðina sem borgarferð í leiðinni. Það eru einmitt aðeins örfá sæti eftir í ferðina í hálfmaraþonið í New York núna í mars.
Með WMM umboðinu hafa opnast fleiri dyr heldur en aðeins að stóru maraþonunum, hvernig þá?
Einmitt en með tilkomu umboðsins erum við ekki aðeins að bjóða Íslendingum örugga skráningu í frægustu maraþon í heimi heldur opnast einnig ýmsar dyr að öðrum keppnum s.s. hjólakeppnum, þríþrautarkeppnum og fjallahlaupum svo eitthvað sé nefnt. Umboðið hefur því mikla þýðingu fyrir okkur. Við ætlum þó að flýta okkur hægt og byrja á því að læra almennilega inn á þessi frægustu hlaup. Því auðvitað er margt að læra fyrir okkur t.d. hvernig sé best að setja ferðirnar upp þannig að þátttakendum líki og þá eru skilmálar hvers hlaups mismunandi osv.frv.
Nánari upplýsingar um ferðirnar má finna á vef Bændaferða auk þess sem þar er að finna góða umfjöllun um maraþonin sjálf.