Bókin er tileinkuð íþróttafólki og þeim sem stunda hreyfingu.Fríða Rún Þórðardóttir, næringarfræðingur, íþróttanæringarfræðingur og ekki síst hlaupari gaf fyrir skömmu út bókina Góð næring - betri árangur. Eins og nafnið ber með sér fjallar bókin um gildi næringar fyrir alla þá er stunda hreyfingu og íþróttir. Bókin er sérstaklega byggð upp til að höfða til allra, hvort sem um er að ræða afreksfólk eða meðljónin.Í bókinni leiðir Fríða Rún lesendur um frumskóg næringarfræðinnar og gefur hagnýtar leiðbeiningar sem flestir geta nýtt sér. Hlaup.is heyrði í Fríðu Rún sem svaraði nokkrum spurningum um næringu, íslenska hlaupasamfélagið og nýju bókina.Hvernig getur bókin nýst hinum fjölmörgu íslensku hlaupurum?Margir hlauparar og íþróttamenn eru mjög meðvitaðir um holla næringu og að þeir þurfi að borða nóg til að hafa orku fyrir sína íþróttaiðkun. Íþróttafólk er því oft góðar fyrirmyndir. Í þessu samhengi má ekki gleyma því að næg orka þarf að vera til staðar til að njóta æfinganna. Það er nefnilega erfitt að njóta þess að æfa „á tómum tanki". Hér skiptir kolvetnaorkan mestu. Líkami sem fær ekki nóg af kolvetnum í tengslum við það álag sem á hann er lagt er ekki eins öflugur og ella.Rannsóknir hafa einnig sýnt fram á að ef að kolvetnaskortur er mikill og viðvarandi hjá íþróttafólki geti það hækkað streituhormónin og haft áhrif mótstöðu gegn veikindum og álagi.
Því er neikvætt ef að ráðleggingar um kolvetnasnautt fæði „smitast" yfir til íþróttafólksins sem þarf á fullt af kolvetnum að halda vegna sinna æfinga og keppni. Líkami sem er illa nærður er mun móttækilegri fyrir veikindum. Ef að bakslög koma reglubundið í þjálfunina vegna kvefpesta og orkuleysis þá skerðir það heildarmyndina og því að þjálfunin skili sem mestum árangri og bætingum.
Nú er viðkvæðið oft að næringarfræðin séu svo flókin, erfitt sé að átta sig á þeim og hvað þá að borða eftir þeim. Í þessu ljósi hvernig hentar bókin hinum almenna íslenska hlaupara?
Ég hef fengið þá endurgjöf að bókin sé auðlesin og auðskilin. Hún var sett upp á þann hátt að sem flestir gætu nýtt sér hana og flett upp í henni í hvaða kafla sem er. Hvenær sem er. Í innganginum er stiklað á stóru og efnið kynnt lauslega sem hjálpar lesandanum að setja sig inn í málið. Ítarlegar er svo fjallað um hvern þátt í hverjum kafla bókarinnar.
Þú kemst lengra og hraðar á fullum tank - um það er ekki deilt.Hefur þú fengið viðbrögð við bókinni frá hlaupurum?Þau viðbrögð sem ég hef fengið við bókinni eru góð og koma frá alls konar fólki, allt frá fólki í almennri heilsurækt til nemenda í skólum sem farnir eru að nota bókina. Verkefnahefti er í bígerð sem vonandi eykur notagildið enn frekar. Íþróttafólk á öllum aldri er að notfæra sér efni bókarinnar sem og foreldrar barna í íþróttum.Hversu miklu skiptir rétt næring fyrir hlaupara?Næringin skiptir mjög miklu máli. Ég segi oft að árangur í íþróttum byggi á næringu, hreyfingu og hugarfari. Góð næring sem stuðningur við skynsamlega þjálfun er nauðsynleg því líkaminn er að mörgu leiti eins og vél, þarf sitt eldsneyti (orku) og sín næringarefni til að allt virki sem best. Nú hefur þú lengi verið hluti af íslenska hlaupasamfélaginu, eru hlauparar að borða þokkalega rétt? Margir hlauparar hugsa vel um næringuna en aðrir ekki. Nú er skalinn yfir hlaupara orðinn mjög breiður og það sama gildir um hlaupara og næringu. Við erum með hlaupara sem hugsa mjög vel um þennan þátt en einnig aðra sem hugsa ekkert um þetta, kannski af því að hugarfarið gagnvart næringunni er ekki rétt og þeir trúa ekki að næringin skipti mál. Einnig er mín tilfinning sú að margir séu að stóla of mikið á fæðubótarefni, en leggi ekki eins mikið upp úr matnum. Þá væri peningunum oft betur varið í að fara oftar í nudd og borða bara venjulegan mat. Sum fæðubótarefni eins og t.d. lýsið er þó algerlega nauðsynlegt - allt árið.Til að undirstrika það sem kom fram hér á undan, það er ekki hægt að æfa eins og berserkur og ætlast til að líkaminn skili framförum og sé hundrað prósent til lengri tíma ef næringin eru ekki tekin með sem hluti af heildarmyndinni. Svona að lokum, eitt praktískt næringartengd ráð fyrir hlaupara?Borðaðu mat og réttan mat í tengslum við æfingar og keppni og þú munt uppskera betri árangur og betri líðan.Fríða Rún er sprenglærð.