Jökulsárhlaupið er hluti af Landvættinum.Þeim fjölgar alltaf sem kjósa að stunda fjölbreytta hreyfingu meðfram hlaupum, t.d. skíðagöngu, hjólreiðar og sund. Margir iðka áðurnefndar greinar jöfnum höndum og leggja jafnvel stund á þríþraut oft með vísan í Járnkarla, hálfa eða heila.Gott form og skipulagningUndanfarin ár hefur riðið sér til rúms séríslensk útgáfa af afreki sem samanstendur af tilteknu hlaupi, skíðagöngu, hjólreiðum og sundi. Klári viðkomandi áskoranir á innan við 12 mánuðum er krýndur sæmdarheitinu, landvættur.
Fjórar hindranir á 12 mánuðum
"Það þarf enginn ofurmenni til að komast í félagið. Allir sem eru í góðu formi og skipuleggja sig vel geta náð þessu. Atburðirnir raðast á rúma fjóra mánuði, maí til ágúst, og því er skynsamlegt að taka fyrstu greinina í júní eða júlí og þá síðustu 11 mánuðum seinna," segir Ingvar Þóroddsson, formaður Fjölþrautafélagsins Landvætta.
Til útskýringa þá kemst einstaklingur ekki í hóp Landvætta nema vinna fjögur áðurnefnd afrek á innan við 12 mánuðum. Næstu fjórar áskoranir eru eftirfarandi:
Vesturhluti: Fossavatnsgangan, 50 km skíðaganga á Ísafirði. Næsta dagsetning 2.maí 2015.Norðurhluti: Jökulsárhlaupið, 32.7 km hlaup frá Dettifossi til Ásbyrgis. Næsta dagsetning 8. ágúst 2015.Austurhluti: Urriðavatnssundið, 2.5 km sund í Urriðavatni nálægt Fellabæ. Næsta dagsetning 25. júlí 2015.Suðurhluti: Blue Lagoon Challenge, 60 km hjólreiðar frá Hafnarfirði. Næsta dagsetning 13. júní 2015.
Að sögn Ingvars er áhuginn á Landvættunum mikill en í dag eru félagsmenn 41. Fyrsta árið, 2013, komust 17 í hópinn og 24 bættust við í fyrra. Óhætt er að reikna með annarri eins fjölgun félaga í sumar.Ólíkar greinar en allar krefjandiGreinarnar sem um ræðir eru ólíkar þó allar krefjist þær að íþróttamaðurinn sé í góðu líkamlegu formi, ekki síst í ljósi eðlis og vegalengda áskorananna sem um ræðir. "Hvaða grein er erfiðust er algjörlega einstaklingsbundið. Sundið tekur skemmstan tíma og skíðin yfirleitt þann lengsta, svo fyrir flesta er skíðagangan erfiðust," svarar Ingvar spurður um hvaða grein sé mest krefjandi.Fossavatnsgangan 50 km og ekki fyrir hvern sem er að klára.
Bergrisi og Fjórðungur í pípunum
Þess má geta að í þróun er styttri og einfaldari útgáfa af, svokallaður „Fjórðungur." Þá þyrfti að taka þátt í viðurkenndum atburðum ákveðnu tímabili þar sem viðkomandi „Fjórðungur" þyrfti að synda 400m, hlaupa 5 km, hjóla 20 km og ganga 10 km á skíðum. Þá bætir Ingvar því við leyndardómsfullur að í bígerð sé Landrisi án þess vilja úttala sig nánar um þá hugmynd.
Fyrir áhugasama má sjá nöfn þeirra er með sönnu geta kallað sig landvætt á heimasíðu félagsins.