Eva æfir með besu hlaupurum landsins í mfl ÍR. | Eva Skarpaas Einarsdóttir, hlaupari úr ÍR hefur verið ansi áberandi ofarlega á ársbesta listum undanfarinna ára. Þá má reglulega finna þessa nafn þessarar 44 ára hlaupadrottningar í efri línum úrslitalista margra almenningshlaupa sem fram fara hér á landi. Hlaup.is yfirheyrði Evu fyrir skömmu. Fljót að taka framförum Hlaupin stór hluti af fjölskyldulífinu |
Fullt nafn: Eva Skarpaas Einarsdóttir. Aldur: 44 ára. Heimabær: Ég er Reykvíkingur í húð og hár. Fjölskylda: Er gift Þórólfi Inga Þórssyni og við eigum þrjú börn, Gabríel sem er að verða 17 ára, Lilju 8 ára og Sonju sem er 3 ára. Skokkhópur: Ég æfi með Meistaraflokki ÍR undir stjórn Gunnars Páls Jóakimssonar. Ég er svo sjálf í forsvari fyrir hlaupahóp sem heitir Tempo hlaup og hleypur frá Borgartúni 37 í hádeginu, tvisvar í viku. Finnið okkur á FB, allir velkomnir! Hvenær byrjaðir þú að hlaupa? Ég byrjaði að hlaupa árið 2002, þá rétt rúmlega þrítug. Þá hafði ég aldrei stundað íþróttir og barist við ofþyngd frá barnsaldri. Hvar er skemmtilegast að hlaupa? Mér finnst skemmtilegast að hlaupa utanvega, t.d. í Heiðmörk. | Fjölskyldan saman komin á Laugarvatni eftir Gullsprettinn. |
Uppáhalds vegalengd sem þú hleypur? Utanvegahlaup eru í uppáhaldi og ekki verra ef þau eru í lengri kantinum. Annars keppi ég í allskonar hlaupum allt frá 3000m og upp í ultrahlaup.
Eva í Víðavangshlaupi Íslands 2015, þar hafnaði hún í 3. sæti. | Hvenær sólarhrings er best að hlaupa? Hvenær sem er, kannski síst seint á kvöldin. Besti hlaupafélaginn? Klárlega eiginmaðurinn! Fast á hæla hans koma Anna og hinar stelpurnar hjá ÍR, svo hlaupafélagarnir í Tempo hlaupum. Ég sakna gömlu hlaupafélaganna í Betware Runners. Uppáhalds hlaupafatnaður? Asics fatnaður er í algjöru uppáhaldi en ég hef verið svo lánsöm að Sportís hefur styrkt mig með hlaupafatnaði og hlaupaskóm síðan 2008. Hvað er ómissandi á hlaupaæfingu? Gleði og hlaupaskór. |
Uppáhaldshlaup innan- og utanlands? Vestmannaeyjahlaupið og Gullspretturinn eru í uppáhaldi enda gríðarlega fallegar og krefjandi brautir. Maður finnur hversu aðstandendum þykir vænt um hlaupið sitt og alla þá sem taka þátt. Þá á ég mjög góðar minningar frá Kaupmannahafnarmaraþoninu sem ég hljóp 2008 með manninum mínum.
Hlaup sem þig dreymir um að taka þátt í? Comrades í Suður-Afríku.
Besti matur eftir keppnishlaup? Ég elska gríska jógúrt með hunangi, kanil, múslí og hrökkbrauðið frá Minna mál, það verður oft ofan á eftir hlaup. Á veitingastað myndi ég sennilega panta mér kjúkling, pizzu eða einhvern bragðgóðan og hollan pastarétt.
Hvað finnst þér best að borða kvöldið og morguninn fyrir keppnishlaup? Ég er ekki með neinn sérstakan matseðil kvöldið fyrir hlaup, borða yfirleitt alltaf eitthvað hollt og gott. Ég fæ mér stundum ís með súkkulaðisósu og salthnetum í desert. Um morguninn finnst mér best að fá mér hafragraut og/eða ristaða beyglu með osti og sultu. Ég drekk tvö glös af vatni með og skelli svo í mig einum góðum kaffibolla og þá er ég til í hvað sem er. Hleypur þú með tónlist í eyrunum? Ég hleyp með tónlist ef ég er að taka langar æfingar ein og þá er gott að hlusta á Moses Hightower. Ef ég er ein að taka langa, erfiða spretti þá er gott að hlusta á eitthvað kröftugra með Rihönnu eða eitthvað hart frá Pink. Uppáhaldsorkudrykkur? Mér finnst drykkirnir frá Leppin góðir og uppáhalds gelin mín eru Squeezy lemon með koffíni. Uppáhaldsbúnaður tengdur hlaupum? Góðir skór og hlaupaúr. | Eva með börnunum sínum, sem eru á aldrinum 3-17 ára. |
Hvernig slakar þú á? Þarna er ég ekkert sérstaklega sterk og þarf að bæta mig :) Mér finnst gott að slaka á með prjónana eða að kúldrast með stelpunum mínum. Ég næ líka stundum nokkrum góðum mínútum í heita pottinum þegar ég næ í stelpuna mína á sundæfingar.
Bestu tímar í 5 km/10 Km/hálfmaraþoni/maraþoni? 19:27/40:06/1:29/3:09
Lýstu þér sem hlaupara í einni setningu? Ég nýt þess að hlaupa og æfa, held mér alltaf í góðu formi og er mikil keppnismanneskja.
Með Jóhannesi hlaupafélaga sínum í Heiðmörk. | Mesta afrek á hlaupabrautinni? Ég hljóp á fimmta besta tíma íslenskrar konu frá upphafi í Kaupmannahafnar maraþoni og sigraði Laugavegshlaupið árið 2008. Sigrar á Vesturgötunni, í Haukahlaupinu, Vestmannaeyjahlaupinu, Gullprettinum og Mt. Esja Ultra II þar sem ég á brautarmet kvenna, standa líka uppúr. Því erfiðara sem hlaupið reynist manni því sterkari er upplifunin. Á hvaða árstíma er skemmtilegast að hlaupa? Á Íslandi er best að hlaupa á sumrin. Hleypur þú eftir æfingaáætlun? Já, ég fæ mínar æfingaáætlanir frá Gunnari Páli. |
Hvað hleypur þú mikið í hverri viku? Ég hleyp 5-6 sinnum í viku og vegalengdirnar spanna frá 5 km og uppí 30 km plús, fer aðeins eftir því hvaða hlaup eru framundan. Ég fer nú yfirleitt ekki út fyrir minna en hálftíma og þrír tímar er í það allra lengsta.
Hvar hleypur þú helst? Í Laugardalnum, í Fossvoginum og í miðbænum. Stundar þú aðra líkamsrækt en hlaup? Ég hjóla, hleyp upp stiga þegar tækifæri gefast, geri upphífingar og nota eigin líkamsþyngd við styrktaræfingar. Ánægjan mín af hreyfingu tengist að miklu leyti útiverunni. Þú finnur mig ekki í ræktinni. Hver eru markmið þín til lengri og skemmri tíma þegar kemur að hlaupum? Aðalmarkmiðið er að geta hlaupið í gegnum lífið, þ.e. að hugsa svo vel um mig að það sé mögulegt. Það er mér mikilvægara að geta hlaupið 10 km þegar ég er áttræð en að hlaupa 10 km á einhverjum ákveðnum hraða í dag, þó svo að sub 40 sé ennþá mjög freistandi. Annars er alltaf markmiðið að gera eins vel og ég get hverju sinni. Skráir þú niður æfingar þínar, ef svo er með hvaða hætti? Ég nota Garmin hlaupaúr og Garmin Connect til að halda utan um æfingarnar mínar. | Eva og maðurinn hennar Þórólfur með Sonju, yngri dóttur sína. |
Áttu þér fyrirmynd þegar kemur að hlaupum? Velti þessu vel fyrir mér og komst að því að mikilvægustu fyrirmyndirnar eru góðar og hvetjandi manneskjur. Einn sem er með allan pakkann er Ármann Albertsson, sem ég er svo lánsöm að fá að æfa með. Hann er ekki bara frábær hlaupari, hann leggur sig alltaf mest fram á æfingum, er sá sem hvetur aðra mest og er bara ótrúlega flott manneskja. Ármann er svo sannarlega fyrirmynd sem hlaupari og manneskja. Ég reyni svo að vera til fyrirmyndar sjálf og fer mínar eigin leiðir til að ná því besta úr mér.
Skoðar þú hlaup.is reglulega? Já.
Ertu með hugmyndir til að bæta hlaup.is? Það væri frábært að fá hlaupadagbók eins og var og hét á hlaup.com, hún var einhvern veginn alveg fullkomin fyrir mig.
Áttu einhverja skemmtilega sögu sem tengist hlaupunum? Ég á allavega dramatíska sögu. Ég tók þátt í Ármannshlaupinu árið 2013 og var þá nálægt mínu besta formi. Hljóp eins og engill, passaði uppá pace fyrstu 5 km og bætti svo í á bakaleiðinni. Þegar 1,5 km voru eftir af hlaupinu fékk ég snarpan sting rétt fyrir ofan vinstri ökklann sem hvarf aftur um leið. Nokkrum skrefum síðar fann ég hvernig beinið brast í fætinum. Ég reyndi að haltra nokkur skref áfram en það var morgunljóst að fóturinn var brotinn. Ég hoppaði á öðrum fæti út úr brautinni og húkkaði mér far að rásmarkinu til að finna manninn minn, frekar niðurbrotin eins og gefur að skilja og sá jafnvel fyrir mér að hlaupaferillinn væri á enda. Sem betur fer var þetta hreint og gott brot þvert í gegnum minna beinið í leggnum (fibula) en ekkert verra. Ég átti upphaflega að vera sex vikur í gifsi en eftir tvær heimsóknir á slysó, annars vegar eftir að hafa bleytt gifsið í sundi... (já ég veit, vandræðalegt) og hins vegar til að biðja um að fá eitthvað þægilegra til að geta alla vega hjólað á meðan ég var að jafna mig, þá sagði læknirinn sem tók á móti mér: „Það þýðir ekkert að hafa fólk eins og þig í gipsi, ég tek það bara. Farðu varlega og vertu skynsöm og þú finnur út úr því hvenær og hvað þú mátt gera". Ég gæti ekki verið þessum lækni þakklátari fyrir skilninginn, sex vikum eftir fótbrotið hljóp ég í Reykjavíkurmaraþoni, 10 km á innan við 50 mínútum til að standa við mitt í áheitasöfnun fyrir hana Ágústu Vá-gústu ofurhetju :) | Á fullri ferð í einu uppáhaldshlaupi sínu, Hvítasunnuhlaupi Hauka. |