Þóra ásamt föður sínum Gunnlaugi sem afhenti henni gullverðlaun í Brúarhlaupinu á Selfossi árið 2013. | Þóra Gunnlaugsdóttir er 32 ára meðlimur í Hlaupahópi FH. Eftir að hafa stundað íþróttir á yngri árum hóf Þóra að hlaupa árið 2007 og hefur verið viðloðandi Hlaupahóp FH með hléum frá því í janúar 2011. Þóra býr í Hafnarfirði ásamt sambýlismanni sínum og tveimur börnum. Þóra er hjúkrunarfræðingur og starfar sem hjúkrunardeildarstjóri á Hrafnistu í Hafnarfirði. Kynnumst Þóru betur: Fullt nafn: Þóra Gunnlaugsdóttir. Aldur: 32 ára. Heimabær: Hafnarfjörður. Fjölskylda: Kærasti og tvö börn. Skokkhópur: Hlaupahópur FH |
Hvenær byrjaðirðu að hlaupa? Ég byrjaði að hlaupa á milli ljósastaura vorið 2007 en hef í gegnum tíðina hreyft mig mikið, æfði handbolta, fótbolta, frjálsar og sund þegar ég var yngri og hef átt kort í líkamsræktarstöðinni Hress síðastliðinn 10 ár.
Uppáhalds vegalengd sem þú hleypur? Uppáhalds keppnishlaupið mitt er hálfmaraþon. Hvar er skemmtilegast að hlaupa? Í uppsveitum Hafnarfjarðar. Hvenær sólarhrings er best að hlaupa? Morgunhlaupin eru orkugefandi en ég hef því miður ekki verið nógu dugleg að rífa mig upp undanfarið og reima á mig skóna. Besti hlaupafélaginn? Margir góðir í hlaupahóp FH sem gera löngu hlaupin "styttri" með skemmtilegu spjalli. Síðan er gaman þegar við pabbi getum hlaupið saman. Uppáhalds hlaupafatnaður? Compress hlífarnar mínar eru life saver! Annars eru góðir skór aðalatriðið svo klæði ég mig bara eftir veðri. Hvað er ómissandi á hlaupaæfingu? Garmin Forerunner hlaupaúrið og góða skapið! |
|
Hvernig hlaupaskó áttu? Brooks PureFlow3 fyrir styttri vegalengdir og sprettæfingar og Brooks Glycerine 11 fyrir lengri hlaup.
Uppáhaldshlaup? Mér finnst alltaf gaman að taka þátt í Reykjavíkurmaraþoninu og Brúarhlaupinu á Selfossi þar sem ég ólst upp. Hef einu sinni hlaupið Bláskógaskokkið og er alltaf á leiðinni að hlaupa það aftur.
Efst á palli í Brúarhlaupinu 2013. | Uppáhaldsbúnaður tengdur hlaupum? Garmin Forerunnar úrið mitt og Ipodin þegar ég hleyp ein. Hlaup sem þig dreymir um að taka þátt í? Langar í maraþonkeppnishlaup erlendis og Laugaveginn. Hvað finnst þér best að borða kvöldið og morguninnn fyrir keppnishlaup? Kvöldið áður er það yfirleitt þetta týpíska: léttur og orkugefandi matur. Morgunmaturinn fyrir hlaup er það gamli góði hafragrauturinn, hálfur banani, kaffi og vatn. Hleypur þú með tónlist í eyrunum? Já þegar ég hleyp ein þá set ég I-podinn á shuffle og gleymi mér í taktinum, allt frá Rammstein til Rihönnu. Uppáhaldsorkudrykkur? Monster Pump og Amino Energy. Besti matur eftir keppnishlaup? Eitthvað gotterí úr bakaríinu eða hamborgari með öllu! Hvernig slakar þú á? Í sófanum með uppáhaldsfólkinu mínu. Það er einnig endurnærandi að fara í heita pottinn og gufu. |
Mesta afrek á hlaupabrautinni? Fyrsta sæti í mínum aldursflokk í hálfu maraþoni í Brúarhlaupinu 2013 Gaman að segja frá því að faðir minn svo heppinn að fá að afhenda mér verðlaunin en hann starfar í Landsbankanum á Selfossi sem hefur undanfarin ár verið einn aðalstyrktaraðili hlaupsins.
Á hvaða árstíma er skemmtilegast að hlaupa? Þegar vor er í lofti.
Bestu tímar í 5 km/10 Km/hálfmaraþoni/maraþoni? Í 5 km er það 21:41 í Febrúarhlaupi Atlantsolíu og FH 2012, 10 km er það 44:02 í Ármannshlaupinu 2012 og í hálfu-maraþoni er það 1:40;43 í
Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka 2012. Á heila maraþonið eftir.
Hleypur þú eftir æfingaáætlun? Eins og staðan er í dag þá er ég búin að kljást við meiðsli í hné frá áramótum og hef verið að lyfta og styrkja mig og hleyp þegar ég er í formi til þess og þá aðallega suttar
æfingar og spretti til að koma mér smám saman í gírinn aftur. Annars styðst ég við æfingaráætlun hlaupahóps FH.
Hvar hleypur þú helst? Þegar ég hleyp utandyra þá er það um Hafnarfjörð og nágrenni, ef ég hleyp innandyra þá er það á brettinu í Hress. Svo er kosturinn við að vera hlaupari sá að maður getur hlaupið hvar sem er og þegar ég fer í frí þá fara hlaupaskórnir alltaf með og ég reyni að finna mér tíma til að hlaupa sama hvort það er í styttri borgarferðum eða lengri sólarlandarferðum.
Lýstu þér sem hlaupara í einni setningu? Er kappsöm og gefst ekki upp auðveldlega! Stundar þú aðra líkamsrækt en hlaup? Já, stunda lyftingar með til að styrkja mig, fer einnig í hópatíma í Hress eins og spinning, stöðvaþjálfun og yoga. Eru sprettir eða interval æfingar í þinni æfingaáætlun? Já, finnst sprettæfingar vera ómissandi hluti af æfingunum. Hver eru markmið þín til lengri og skemmri tíma þegar kemur að hlaupum? Langar að bæta mig í öllum vegalengdum og prófa að keppa í heilu maraþoni. | Stillt upp í myndatöky fyrir Bláskógaskokk árið 2011. |
Áttu þér fyrirmynd þegar kemur að hlaupum? Nei enga sérstaka, hef þó lesið pistla eftir Mörthu Ernstdóttur og Fríðu Rún Þórðardóttur og tekið þeirra orð mér til fyrirmyndar í undirbúningi fyrir keppnishlaup og matarræði.
Skráir þú niður æfingar þínar, ef svo er með hvaða hætti? Já er með excel skjal þar sem ég skrái niður vegalengdir og hvað ég er að hlaupa á hverjum skó fyrir sig. Ákvað að taka þetta upp eftir að ég missti öll mín gögn þegar hlaup.com hrundi á sínum tíma.