Götuþríþrautin fer fram fyrsta laugardag í júní (nema þegar hann ber uppá Hvítasunnuhelgi, þá er keppnin helgina þar á eftir), ár hvert á Eskifirði. Götuþríþraut fer fram 1. júní í ár og er frábær viðburður á Austurlandi, sem sameinar unga sem aldna í keppni og skemmtun. Vegalengdir eru frá Super Sprint, þar sem börn keppa saman og/eða með fullorðnum í liði, upp í Ólympíska vegalengd þar sem keppnisskap lengra kominna ræður ríkjum.
Allar nánari upplýsingar sem og skráingarform er að finna á heimasíðu Götuþríþrautar.
|