Fyrsta útgáfa hlaup.is leit dagsins ljós þann 13. ágúst 1996 og hefur síðan verið fremsta upplýsingaveita hlaupa á Íslandi allt frá þeim tíma. Við höfum fyrst og fremst einbeitt okkur að efni vefsins sé fyrsta flokks, en það hefur komið niður á uppfærslum á útliti vefsins. Frá því 2003 hefur vefurinn verið í sömu mynd og því löngu kominn tími á uppfærslu.
Verkefnið fór af stað fyrir nokkrum árum og núna lýkur fyrsta áfanga endurgerðar hlaup.is. Margir viðbótarmöguleikar eiga eftir að líta dagsins ljós á næstu mánuðum sem við vonum að hlaupurum eigi eftir að líka við, til dæmis mun meiri úrvinnsla með úrslitin, ný æfingadagbók sem tengist m.a. Garmin, Strava ofl.
Við leitum núna til ykkar notenda hlaup.is í fyrsta skipti frá upphafi, bæði til þess að hjálpa okkur að klára þessa uppfærslu, væntanlegar framtíðarviðbætur og einnig til að tryggja daglegan rekstur hlaup.is.
Ef þú ert nýbyrjaður að nota þér þjónustu hlaup.is eða hefur verið með okkur eitthvað af síðustu 26 árunum og býst við að nota hana áfram, getur þú nú aðstoðað hlaup.is og styrkt okkur með frjálsu framlagi að eigin vali. Við yrðum mjög þakklát fyrir alla þá hjálp sem þið getið veitt því við viljum tryggja framtíðina með frábærri þjónustu og fyrsta flokks efni um hlaup á Íslandi.
Ef þú velur upphæð hér fyrir neðan, þá munum við senda þér kröfu í heimabanka mánaðarlega fyrir þeirri upphæð, þar til þú hættir við (ATH. krafan kemur undir nafninu Gott form ehf). Ef þú vilt borga eingreiðslu óháð því hvort þú ert með í mánaðargreiðslunum, þá er hægt að millifæra á reikning: 515-26-7208, kt. 420503-2960.