Hausmynd2018-RM2017
Squeezy Sport Nutrition
Leit
┴hugavert
Hlaupadagskrß 2020
Skrßningar Ý hlaup
Panta prˇgram
100km hlauparar
FÚlag mara■onhl.
HvÝtt bil 10 ß hŠ­
HvÝtt bil 10 ß hŠ­ - 3
Ăfingadagbˇk - 115x79
HvÝtt bil 5 ß hŠ­ - 1
hlaup.is ß Facebook
HvÝtt bil 5 ß hŠ­ - 3
English
HvÝtt bil 10 ß hŠ­ - 2
Póstur torfi@hlaup.is
Dagbˇk
2.9.2019
02.11.2019 - VÝ­avangshlaup Fimbul.is og Framfara nr.3

Fimbul.is og Framfarir, hollvinafélag millivegalengda- og langhlaupara, kynna 16. víðavangshlauparöð sína á haustdögum 2019. Hlaupin eru þrjú og með sama sniði og undanfarin ár, hefjast kl. 10:00 á laugardagsmorgnum í október og nóvember.

Vegalengdir
Um tvær vegalengdir er að ræða, „stutt" og „langt" hlaup, og hefst styttra hlaupið á undan. Stutta hlaupið er yfirleitt um 800-1000m en það lengra 5-8km. Vegalengdirnar eru settar upp með það fyrir augum að höfða til sem flestra, bæði millivegalengda- og langhlaupara og hlaupara á öllum aldri á öllum getustigum.

Staðsetningar og tímasetningar
Eftirfarandi eru staðsetningar og dagsetningar víðavangshlaupa í Reykjavík haustið 2019:

  • 1. 5. október við Ræktunarstöð Reykjavíkurborgar, Fossvogsvegi
  • 2. 12. október við tún andspænis Fossvogsskóla
  • 3. 19. október við tjaldstæðið í Laugardal (Víðavangshlaup Íslands, ekki hluti af Framfararöðinni)
  • 4. 2. nóvember við Borgarspítalann í Reykjavík

Skráning og þátttökugjald
Keppnisgjald í hvert hlaup er einungis 500 kr og óbreytt frá árinu 2004. Í fyrsta skipti verður nú boðið upp á skráningu á netinu og greiðslu með kreditkorti. Þannig er hægt að skrá sig í alla hlauparöðina í einu og áætla greiðslu út frá því, skráning verður hér. 

Stigakeppni
Stigakeppni er í flokkum karla og kvenna. Þáttakendur mega og eru hvattir til að taka þátt í báðum hlaupum á sama degi. Bæði hlaup á gefnum degi gilda til stiga einstaklings í stigakeppninni. 

Nánari upplýsingar
Nánari upplýsingar veitir Burkni Helgason, burknih@gmail.com, s. 6600078.
Lögmenn Lækjargötu fá sérstakar þakkir fyrir aðkomu sína að framkvæmd hlaupanna. 

Lýsingu á hlaupaleiðum og kort má sjá hér að neðan.

Hlaup 1 - Ræktunarstöð Reykjavíkurborgar, Fossvogsvegi
Ræktunarstöð Reykjavíkurborgar, Fossvogsvegi, 5. október. Hringurinn er á stígum og í skógi við Ræktunarstöðina, um 1200m að lengd, mestmegnis á malarstígum en einnig á grasi og mold. Mælt er með að hlaupa á utanvegaskóm. Hlaupnir eru 1 hringur (1200m) í stutta hlaupinu og 5 hringir (6km) í því langa. Bílastæði eru við Ræktunarstöðina.

Hlaup 2 - Fossvogsskóli
Hringurinn er á túni andspænis Fossvogsskóla, Kópavogsmegin, um 900m að lengd. Undirlagið er gras. Mælt er með að hlaupa á gaddaskóm eða utanvegaskóm. Hlaupinn er 1 hringur (900m) í stutta hlaupinu en 7 hringir (6.3km) í því langa. Næg bílastæði eru við Fossvogsskóla.

 

Víðavangshlaup Íslands - Tjaldstæðið í Laugardal, 19.október
Víðavangshlaup Íslands er meistaramót Íslands í víðavangshlaupum, og tilheyrir ekki Framfararöðinni sem slíkri. Það er þó öllum opið og hlauparar af öllum getustigum hvattir til að vera með. Hringurinn er um 1.4km að lengd, mestmegnis á grasi en að nokkru leyti á möl. Hentugt er að hlaupa á gaddaskóm eða utanvegaskóm. Start og mark er á miðjum tjaldstæði og hlaupið í grasbrekkum og malarstígum þar í kring. Brautin er nokkuð hæðótt.

Hér er ekki skipt í stutt og langt hlaup heldur hlaupa kyn og aldursflokkar mislangt, frá 3km upp í 9km. Keppni hefst kl. 10:00 eins og Framfarahlaupin en tekur örlítið lengri tíma því um fleiri hlaup er að ræða. 

Bílastæði eru við tjaldstæðið, Laugardalshöll og Húsdýragarðinn.

 

Hlaup 4, Borgarspítali, 2.nóvember
Hringurinn er 1km að lengd, hæðóttur og á köflum mýrlendur. Mælt er með að hlaupa í gaddaskóm eða utanvegaskóm. Hlaupinn er 1 hringur (900m) í stutta hlaupinu en 7 (6.3km) í því langa.

Bílastæði eru við spítalann.

 

Til baka
 
 
Athugasemdir
 
 
Settu inn athugasemd:

 
Sportv÷rur 2XU Jan 2020
HvÝtt bil 5 ß hŠ­ - 3
 
© Allur rÚttur ßskilinn. Birting ß ■essu efni ß ÷­rum mi­lum er ˇleyfileg nema me­ leyfi hlaup.is