Frábær árangur Íslendinga í Heimsmeistaramótinu í utanvegahlaupum

uppfært 29. september 2025

Heimsmeistaramótið í utanvegahlaupum (World Mountain & Trail Running Championships) fór fram dagana 25.–28. september í Canfranc-Pirineos á Spáni. Þar mættust fremstu fjalla- og utanvegahlauparar heims og í ár sendi Ísland eitt sitt öflugasta lið til þessa.

HM Í Utanvegahlaupum 2025 B
Landslið Íslands í utanvegahlaupum með aðstoðarmönnum
Styttra hlaupið (short trail) - 45 km

Keppni í 45 km hlaupinu fór fram föstudaginn 26. september, og þar voru sjö íslenskir keppendur sem stóðu sig allir ágætlega.

Karlar

Í karlaflokki voru 4 keppendur og náðu þeir eftirfarandi árangri:

  • Þorsteinn Roy Jóhannsson – 57. sæti á 5:37:23 klst.
  • Halldór Hermann Jónsson – 103. sæti á 6:06:13 klst.
  • Grétar Örn Guðmundsson – 115. sæti á 6:13:51 klst.
  • Stefán Pálsson – 138. sæti á 6:50:50 klst.

Konur

Í kvennaflokki voru 3 keppendur og náðu þær eftirfarandi árangri:

  • Anna Berglind Pálmadóttir – 67. sæti á 7:03:45 klst.
  • Íris Anna Skúladóttir – 72. sæti á 7:11:59 klst.
  • Elín Edda Sigurðardóttir – kláraði ekki keppni.

Brautin var mjög erfið þar sem hækkunin var samtals 3.657m. Af 198 körlum sem fóru af stað voru 27 karlar sem ekki kláruðu hlaupið og af 162 konum sem lögðu af stað voru 40 konur sem ekki kláruðu.

Bæði var keppt í einstaklingskeppni á HM í utanvegahlaupum og sveitakeppni þriggja hlaupara. Íslenska karlasveitin  lenti í 21. sæti af 35 löndum. Þar Elín Edda náði ekki að klára, þá komst íslenska kvennasveitin ekki á lista í sveitakeppninni.

Lengra hlaupið (long trail)- 82 km

Keppni í 82 km hlaupinu fór fram laugardaginn 27. september, og þar voru fimm Íslendingar sem kepptu og stóðu sig mjög vel.

Karlar

Í karlaflokki voru 2 keppendur og náðu þeir eftirfarandi árangri:

  • Þorbergur Ingi Jónsson – 47. sæti á 10:22:23 klst.
  • Sigurjón Ernir Sturluson – 60. sæti á 10:47:10 klst.

Konur

Í kvennaflokki voru 3 keppendur og náðu þær eftirfarandi árangri:

  • Elísa Kristinsdóttir – 11. sæti á 11:10:24 klst.
  • Andrea Kolbeinsdóttir – 13. sæti á 11:12:39 klst.
  • Guðfinna Björnsdóttir – 29. sæti á 11:58:21 klst.

Lengri brautin var einnig mjög erfið þar sem hækkunin var samtals 5.413m. Keppendur í karlaflokki voru 179 og í kvennaflokki voru 124 konur.

Íslenska kvennasveitin lenti í 5. sæti af 23 löndum sem er mjög góðurárangur á heimsmeistaramóti í greininni. Þar sem íslensku karlarnir í 82 km hlaupinu voru tveir þá tóku þeir ekki þátt í sveitakeppninni.

Myndir og heimild: Vefur FRÍ.