uppfært 19. febrúar 2025

Nýlega undirrituðu hlaup.is og Heilsa, sem framleiðir vítamínin Guli miðinn, samning um samstarf, þar sem Guli miðinn er skilgreindur sem bakhjarl hlaup.is. Við hvetjum alla til að kynna sér vörurnar og vítamínin sem í boði eru frá Gula miðanum.

Guli miðinn - Vítamín

Vítamínin frá Gula miðanum eru landsmönnum vel kunnug, enda hafa þau verið í sölu á Íslandi í yfir 30 ár og eflaust flestir sem hafa átt eitt eða tvö glös í eldhússkápunum í gegnum tíðina.

Einkunnarorð Gula Miðans eru gæði á góðu verði. Vítamín og bætiefni Gula miðans eru þróuð og valin sérstaklega með þarfir Íslendinga að leiðarljósi og samkvæmt Evrópskum stöðlum um magn innihaldsefna og hámark leyfilegra dagskammta. Vítamínunum er pakkað á Íslandi, í dökk glerglös til að varðveita gæði innihaldsefna, verja gegn birtu og sólarljósi sem og mengun frá plastumbúðum. Framleiðandi Gula miðans í Bandaríkjunum er með alþjóðlegt GMP gæðavottunarkerfi (Good manufacturing practice) og hefur á að skipa fullkomnum rannsóknarstofum til að þróa og prófa hráefni og fullunna vöru. Rannsóknir á virkni og hreinleika efnanna fara bæði  fram í þeirra eigin rannsóknastofum og einnig eru óháðir aðilar fengnir til að kanna og rannsaka virkni og hreinleika efnanna sem starfa samkvæmt ströngustu gæðakröfum.

Guli miðinn er með mikið úrval af vítamínum og bætiefnum fyrir alla, óháð aldri og lífsstíl. Fyrir þá sem stunda reglulega hreyfingu er gott að taka inn bætiefni sem geta stuðlað að bættum árangri, flýtt fyrir endurheimt og dregið úr líkunum á meiðslum. Við bendum þó á að best er að fá sem flest vítamín úr fæðunni, það er alltaf fyrsta val.

Guli miðinn fæst í öllum helstu apótekum landsins, Krónunni, Hagkaup, Fjarðarkaup, Melabúðinni og fleiri verslunum.

Hérna koma nokkrar hugmyndir af bætiefnum sem gætu hentað vel fyrir þá sem eru í virkri hreyfingu:

D vítamín

Það þurfa allir D vítamín, sérstaklega við sem búum við myrkur stóran hluta árs. Líkaminn vinnur D-vítamín úr sólinni, í gegnum húðina, en þegar lítið er um sól er nauðsynlegt fyrir flesta að bæta við D vítamíni sem fæðubót, þar sem oft getur reynst erfitt að ná upp nægu magni í gegnum fæðu.

D3 & K2

Tvö vítamín sem vinna saman og styðja hvort annað í líkamanum, sérstaklega þegar kemur að bein- og hjartaheilsu. Þau stuðla að betri kalkupptöku og dreifingu, styrkja bein og draga úr beinþynningu, ýta undir hjartaheilsu og styðja við við ónæmiskerfið.

B vítamín

Ef fólk skortir B vítamín getur það komið fram í þreytu og orkuleysi. B vítamín getur stuðlað að minni þreytu og aukinni orku, bættri andlegri líðan og sterkara hjarta og æðakerfi auk eðlilegri blóðmyndun. B vítamínið getur einnig haft jákvæð áhrif á svefn, meltingu, heilbrigðara hár, húð og neglur.

Liðaktín Forte

Blanda sem inniheldur 3 lykil hráefni sem saman draga úr óþægindum og verkjum í liðum, draga úr bólgum, viðhalda uppbyggingu á brjóski og vefjum og auka hreyfigetu einstaklinga. Þessi hráefni eru glúkósamín, chondroitin og MSM. Hentar einstaklega vel þeim sem stunda hlaup eða aðrar álagsíþróttir.

Magnesíum

Magnesíum er lífsnauðsynlegt steinefni sem hjálpar til við allskonar ferla líkamans. Það á þátt í viðhaldi beina og stuðlar að eðlilegri prótein- og orkuvinnslu. Magnesíum er oft notað af þeim sem æfa og hreyfa sig mikið, sérstaklega líka til þess koma í veg fyrir sinadrætti og fótapirring. Magnesíum kemur í allskonar formi en Sítrat- og Glýsinat formið hefur verið sérstaklega vinsælt meðal landsmanna síðustu ár.

Kalk+Magnesíum+Zink

Blanda sem er góð fyrir beinin og ónæmiskerfið. Saman vinna kalk og magnesíum að því að styrkja bein og vöðva. Á sama tíma styrkir zinc ónæmiskerfið og styður við efnaskipti + ensímvirkni í líkamanum. Gott bætiefni fyrir þá sem vilja slá tvær flugur í einu höggi.

Arctic Root (Burnirót)

Jurt sem hefur verið notuð í árhundruð til að auka þol, bæta andlega og líkamlega frammistöðu og til að draga úr streitu. Rótin er þekkt fyrir að bæta minni og einbeitingu og efla hugræna starfsemi. Á sama tíma eru vísbendingar um að hún auki úthald og orku án þess að valda koffínlíkum aukaverkunum.

Astaxanthin

Andoxunarefni sem er m.a. talið efla orkubúskapinn ásamt því að auka þol og styrk við æfingar. Það er einnig talið vernda og styrkja liðina og hefur verið frægt fyrir að styrkja húðina gegn sólinni.