Í dag, föstudaginn 2. maí kom Hlaupablaðið út í annað skipti, en hlaupablaðið er samstarfsverkefni Heimildarinnar og hlaup.is. Í blaðinu er öll hlaupadagskrá ársins 2025 og fjölmargar greinar og viðtöl. Hlaup.is hefur birt hlaupadagskrá á vefnum síðastliðin 29 ár (síðan 1996) en þetta er í annað skiptið sem hlaupadagskráin er einnig birt á prenti.
Til viðbótar við hlaupadagskrána eru skemmtileg og áhugaverð viðtöl og greinar sem birtast munu einnig hér á hlaup.is sem stakar greinar á næstunni.
Hægt er að nálgast PDF útgáfu af blaðinu í heild sinni.
Greinarnar sem eru í blaðinu eru eftirfarandi í þessari röð:
- Leiðari eftir Jón Trausta Reynisson með umfjöllun um þema Hlaupablaðsins, sem í ár er að brjótast út úr því sem afmarkar okkur og gera það sem okkur er ætlað.
- Níu lykilatriði um hreyfingu að læknisráði. Kristín Sigurðardóttir læknir veitir forvitnilega innsýn í afgerandi áhrif hreyfingar á líkama okkar og heila.
- Margfaldur meistari með skýr markmið. Viðtal við Baldvin Þór Magnússon sem er einn af bestu langhlaupurum landsins í dag. Hann hugsar stöðugt um næsta skref.
- Líkaminn er hannaður til að hreyfa sig, segir íþróttasjúkraþjálfarinn
Róbert Magnússon í viðtali. - Viðtal við Gunnar J. Geirsson sem fagnaði afmælisdeginum við áttrætt með því að hlaupa hálfmaraþon í skosku hálöndunum í stað þess að halda kökuboð. Hann lýsir hann áhrifum hlaupa á lífið eftir starfslok.
- Náttúruhlaup gefa orku og vellíðan segir Sigurður Konráðsson, sem er áttfaldur Laugavegshlaupari. Hann fór fyrst eftir sextugt.
- Viðtal við Hafstein Óskarsson sem er eldsnöggur eldri hlaupari á heimsmælikvarða. Hafsteinn meiddist sem ungur hlaupari og þurfti að hætta en er nú í fremstu röð í heiminum í millivegalengdum í sínum aldursflokki.
- Hlaupadagskráin 2025 tekin saman af hlaup.is
- Viðtal við Grétu Rut Bjarnadóttir sem hefur gengið með fjögur börn og hljóp á flestum meðgöngum.
- Viðtal við Hafdísi Guðrúnu Hilmarsdóttur, langhlaupara sem segir að hrakfarirnar fylli bara reynslubankann.
- Viðtal við Sif Sumarliðadóttir sem var antisportisti og átti erfitt með gang en hleypur nú hundrað kílómetra.
- Viðtal við Birki Kristinsson sjúkraþjálfara, sem segir að rannsóknir sýni að ávinningur af því að hlaupa er gríðarlega víðtækur fyrir líkamlega, andlega og góða heilaheilsu, ekki síst þegar hlaupið er úti í náttúrunni.
Hlaup.is vonar að hlauparar séu ánægðir með þessa nýjung og líki við þær greinar sem birtust í blaðinu.