Í samvinnu við Fætur toga, Unbroken og Heilsu stendur hlaup.is fyrir vali á Langhlaupara ársins í sautjánda skiptið. Í annað skiptið hægt að velja Langhlaupara ársins í götu- og brautarhlaupum og Langhlaupara ársins í utanvegahlaupum bæði í karla- og kvennaflokki þar sem valið á hlaupurum ársins er samræmt við val á hlaupi ársins, en þar er valið á milli Götuhlaups ársins og Utanvegahlaups ársins.
Að þessu sinni hafa 5 konur og 5 karlar verið valdir af fulltrúum hlaup.is í hvorum flokki fyrir sig, sem mynda endanlegan lista hlaupara sem kjósa á um.
Allir sem kjósa (og skrá netfangið sitt á Mínar síður) fara í pott og geta unnið Brooks hlaupaskó frá Fætur toga. Kosning hefst þriðjudaginn 13. janúar og hægt verður að kjósa til miðnættis fimmtudaginn 22. janúar.
Til að kjósa verður þú að skrá þig inn á Mínar síður á hlaup.is (sjá innskráningu efst til hægri á þessari síðu) og til að fara í útdráttarverðlaunapottinn, þá verður þú að skrá netfangið þitt á Mínar síður hlaup.is.
Hér fyrir neðan eru tilnefningar í stafrófsröð, fyrst í Brautar- og götuhlaupum og fyrir neðan í Utanvegahlaupum.
Brautar- og götuhlaup
Karlar
Arnar Pétursson (1991) náði sínum besta árangri í maraþonhlaupi er hann hljóp á 2:19:31 klst í Valencia 7. desember sem er þriðji besti árangur Íslendings á vegalengdinni frá upphafi. Þá setti hann Íslandsmet í 100 km götuhlaupi (6:45:16 klst) er fram fór við Rauðavatn 9. ágúst. Arnar varð Íslandsmeistari í hálfmaraþoni (1:09:33) er fram fór á Akureyri 3. júlí.
Baldvin Þór Magnússon (1999) setti Íslandsmet í 10 km götuhlaupi er hann hljóp á 28:37 í Rúmeníu 5. október. Sigraði 10 km í RM á nýju brautarmeti 29:34 mín. Toppurinn á árinu hjá Baldvini var hins vegar Norðurlandameistaratitill hans í 3.000 m hlaupi innanhúss er hann setti Íslandsmet 7:39,94 mín þar sem hann vann Filip Ingebrigtsen á endaspretti. Mótið fór fram í Espo, Finnlandi, í byrjun febrúar.
Hlynur Andrésson (1993) varð Íslandsmeistari í maraþonhlaupi er hann hljóp á 2:26:51 klst í RM. Hlynur varð Íslandsmeistari í 10.000 m hlaupi á 29:51,01 mín og bætti 40 ára gamalt mótsmet. Þá hljóp hann 10 km á 30:47 mín í Evrópumeistaramótinu í götuhlaupum sem fram fór í Leuven, Belgíu, 12. apríl.
Stefán Pálsson (1989) bætti árangur sinn verulega á árinu. Varð Íslandsmeistari í 10 km hlaupi sem fram fór í Ármannshlaupinu í byrjun júlí á sínum besta tíma 31:28 mín. Sigraði einnig í Adidas Boost hlaupinu er fram fór í lok júlí á 32:37 mín. Stefán tók einnig þátt í brautarhlaupum og varð m.a. þriðji í 10.000 m (33:05,55) á Íslandsmeistaramótinu er fram fór í Reykjavík 16. ágúst. Þá má nefna að hann endaði árið með því að bæta sig í 3.000 (9:05,28) á Fjölnismótinu 29. des.
Stefán Kári Smárason (2003) stórbætti árangur sinn í 10.000 m hlaupi er hann varð annar á Íslandsmeistaramótinu á 31:51,98 mín þann 16. ágúst í Reykjavík. Setti Íslandsmet í maraþonhlaupi í aldursflokki 20-22 ára er hann hljóp á 2:37:55 klst í Frankfurt 26. október. Sigraði í Hafnarfjarðarhlaupinu 10 km (32:39). Þá varð Stefán Kári annar á Íslandsmeistaramótinu í hálfmaraþoni er fram fór á Akureyri í byrjun júlí á sínum besta tíma 1:12:02 klst.
Konur
Andrea Kolbeinsdóttir (1999) hljóp maraþon á 2:46:10 klst í Kaupmannahöfn í maí sem er besti árangur íslenskrar konu í ár á vegalengdinni. Andrea varð Íslandsmeistari í 5 km götuhlaupi (Víðavangshlaup ÍR) á 16:27 mín og í 10 km götuhlaupi (Ármannshlaupið) á sínum besta tíma 34:06 mín sem hún bætti svo í 34:05 mín í Gamlárshlaupi ÍR. Andrea varð fyrst kvenna í hálfmaraþoni Vorþonsins (1:17:21) er fram fór 26. apríl. Þá má nefna að hún bætti Íslandsmet sitt í 3.000 m hindrunarhlaupi, hljóp á 10:07,38 mín í Evrópubikarkeppni 3. deildar er fram fór í Slóveníu í júní.
Elísa Kristinsdóttir (1994) sigraði í hálfmaraþoni í RM á 1:18:32 klst. Bætti sig einnig mikið í styttri hlaupunum. Hljóp 5 km best á 18:04 mín í Hlaupaseríu 66°N og FH í febrúar og stórbætti sig svo í 10 km í Gamlárshlaupi ÍR með 34:56 mín.
Fríða Rún Þórðardóttir (1970) átti mjög gott ár og setti fjölmörg Íslandsmet í aldursflokki 55-59 ára. Hljóp 5 km best á 18:55 (Víðavangshlaup ÍR) og 10 km á 38:45 (Ármannshlaupið). Fríða Rún, sem upprunalega er brautarhlaupari, setti Íslandsmet í sínum aldursflokki í 3.000 m (11:24,18), í 5.000 (19:14,15) og 3.000 m innanhúss (11:04,84) auk meta í millivegalengdum. Þá varð hún í öðru sæti Í W55 í 8 km víðavangshlaupi á EM masters er fram fór á Madeira í október.
Íris Dóra Snorradóttir (1991) náði sínum besta tíma í 10.000 m brautarhlaupi er hún hljóp á 36:28,00 mín í Reykjavík 16. ágúst og varð Íslandsmeistari. Hún varð einnig Íslandsmeistari í 5.000 m hlaupi (17:57,00) er fram fór á Selfossi 22. ágúst svo og í 3.000 m (10:10,66) innanhúss er fram fór í Reykjavík 23. febrúar. Íris Dóra sigraði í 10 km í Hafnarfjarðarhlaupinu (36:59) er fram fór 12. júní og náði sínum besta árangri í 5 km götuhlaupi 17:38 mín (Víðavangshlaup ÍR).
Sigþóra Brynja Kristjánsdóttir (1990) hljóp hálfmaraþon á 1:20:14 klst á Evrópumeistaramótinu í götuhlaupum er fram fór í Leuven, Belgíu, 12. apríl. Þá náði hún sínum besta tíma í 10 km götuhlaupi er hún hljóp á 35:41 mín í Chichester í Englandi í byrjun febrúar.
Utanvegahlaup
Karlar
Felix Starker (1983) hefur búið og starfað hér á landi í fjölda ára. Hann sigraði í Hengill Ultra 106 km hlaupinu (11:41:58) í byrjun júní, í Súlur Vertical 100 km (11:51:18) í byrjun ágúst og í Trékyllisheiðin Ultra 48 km (4:25:44) um miðjan ágúst.
Sigurjón Ernir Sturluson (1990) sigraði í Hafnarfjall Ultra 33 km (3:50:33) í lok júní, í Hengill Ultra 26 km (1:46:32) í byrjun júní og í Súlur Vertical 28 km (2:31:27) í byrjun ágúst. Þá varð hann annar í Kerlingafjöll Ultra 22 km (1:58:55) í lok júlí. Varð sjöundi í Laugavegshlaupinu (4:29:24) um miðjan júlí.
Stefán Pálsson (1989) sigraði í Mt.Esja Ultra 21 km (2:00:34) um miðjan júní, varð þriðji í Kerlingarfjöll Ultra 22 km (2:04:44) í lok júlí, fjórði í Laugavegshlaupinu (4:21:56) um miðjan júlí og annar í Hvítasunnuhlaupi Hauka 17,5 km (1:07:47) er fram fór í byrjun júní.
Þorbergur Ingi Jónsson (1981) varð í 47. sæti af 179 keppendum í 82 km á heimsmeistramótinu í utanvegahlaupi, fyrstur Íslendinga, er fram fór í Canfranc-Pirineos á Spáni dagana 25.-27. september. Tími hans var 10:22:23 klst. Sigraði í Súlur Vertical 43 km (4:01:58) í byrjun ágúst, í Dyrfjallahlaupinu 24 km (1:55:58) í byrjun júlí og varð annar í Laugavegshlaupinu á 4:10:37 klst um miðjan júlí.
Þorsteinn Roy Jóhannsson (1991) varð í 57. sæti af 198 keppendum í 45 km á heimsmeistaramótinu í utanvegahlaupi er fram fór í Canfranc-Pirineos á Spáni dagana 25.-27. september. Tími hans var 5:37:23 klst. Þorsteinn Roy var fyrstur í Laugavegshlaupinu á 4:05:05 klst um miðjan júlí. Sigraði í Mt.Esja Ultra 43 km (5:03:25) um miðjan júní, Garmin Eldslóðinni 29 km (1:52:06) í september, Kerlingafjöll Ultra 22 km (1:53:28) í lok júlí og í Mýrdalshlaupinu 21 km (1:37:56) í lok maí.
Konur
Andrea Kolbeinsdóttir (1999) varð í 13. sæti af 124 keppendum í 82 km á heimsmeistaramótinu í utanvegahlaupi er fram fór í Canfranc-Pirineos á Spáni dagana 25.-27. september. Tími hennar var 11:12:39 klst. Þá sigraði hún í Laugavegshlaupinu (4:29:33) um miðjan júlí, Kerlingafjöll Ultra 60 km (5:56,21) í lok júlí, Puffin Run (1:27:52) í byrjun maí og Mýrdalshlaupinu 21 km (1:50:32) í lok maí. Hún sigraði líka í Ultra-Trail Kosciuszko by UTMB í Ástralíu, 50 km (4:24:48) í lok nóvember.
Anna Berglind Pálmadóttir (1979) varð í 69. sæti af 162 keppendum í 45 km á heimsmeistaramótinu í utanvegahlaupi er fram fór í Canfranc-Pirineos á Spáni dagana 25.-27. september. Tími hennar var 7:03:45 klst. Sigraði í Sólstöðuhlaupi Skógarbaða 26 km (2:09:09) í lok júní og varð önnur í Hvítasunnuhlaupi Hauka 17,5 km (1:20:48) er fram fór í í byrjun júní. Varð þriðja í Laugavegshlaupinu (4:56:37) um miðjan júlí.
Elín Edda Sigurðardóttir (1989) sigraði í Súlur Vertical 28 km (3:06:05) í byrjun ágúst og í Hvítasunnuhlaupi Hauka 22 km (1:41:02) í byrjun júní. Varð fimmta í Laugavegshlaupinu (5:02:58) um miðjan júlí.
Elísa Kristinsdóttir (1994) varð í 11. sæti af 124 keppendum í 82 km á heimsmeistaramótinu í utanvegahlaupi er fram fór í Canfranc-Pirineos á Spáni dagana 25.-27. september. Tími hennar var 11:10:24 klst. Varð önnur í Laugavegshlaupinu á sínum besta tíma 4:34:54 klst um miðjan júlí. Þá sigraði hún í UTMB utanvegahlaupi er fram fór í Puglia á Ítalíu í nóvember. Þá sigraði hún í Súlur Vertical 100 km á 10:45:17 klst sem er nýtt brautarmet í kvennaflokki í byrjun ágúst og í Mt.Esja Ultra 21 km (2:14:43) um miðjan júní.
Hafdís Guðrún Hilmarsdóttir (1974) sigraði í Mt.Esja Ultra maraþoni (6:56:29) um miðjan júní, varð önnur í sínum aldursflokki (50-54) í Laugavegshlaupinu (5:51:25 klst) um miðjan júlí, varð fyrsta í sínum aldursflokki (50-54) í Tenerife Bluetrail by UTMB 110 km (20:36:39) í lok mars, fyrsta í sínum aldursflokki (50-54) í Ultra-Trail Snowdonia by UTMB í Wales 57 km (8:59:32) um miðjan maí og varð svo önnur í sínum aldursflokki í TOR330 352 km (117:09:09) um miðjan september og varð þriðja í sínum flokki í Puglia by UTMB á Ítalíu 88 km (12:41:04) í byrjun nóvember.
