Að mati hlaupara og lesenda hlaup.is eru Andrea Kolbeinsdóttir og Baldvin Þór Magnússon Götu- og brautarhlauparar ársins 2024 og Andrea Kolbeinsdóttir og Þorbergur Ingi Jónsson Utanvegahlauparar ársins 2024.
Hlaup.is þakkar stuðningsaðilum sem gáfu verðlaun, Íslandsbanka, Fætur toga, Útilíf og Unbroken
Andrea Kolbeinsdóttir hlýtur þennan titil í fjórða skiptið í röð, Baldvin Þór Magnússon hlýtur þennan titil í annað skiptið og Þorbergur Ingi Jónsson hlýtur þenna titil í fjórða skiptið.

Verðlaunin voru afhent í sextánda skiptið í dag sunnudaginn, 9. febrúar og voru niðurstöður eftirfarandi:
Röð | Karlar/Götu- og brautarhlaup | Konur/Götu- og brautarhlaup |
1 | Baldvin Þór Magnússon | Andrea Kolbeinsdóttir |
2 | Arnar Pétursson | Halldóra Huld Ingvarsdóttir |
3 | Þorsteinn Roy Jóhannsson | Anna Berglind Pálmadóttir |
4 | Hlynur Andrésson | Sigþóra Brynja Kristjánsdóttir |
5 | Logi Ingimarsson | Íris Dóra Snorradóttir |

Röð | Karlar/Utanvegahlaup | Konur/Utanvegahlaup |
1 | Þorbergur Ingi Jónsson | Andrea Kolbeinsdóttir |
2 | Þorsteinn Roy Jóhannsson | Halldóra Huld Ingvarsdóttir |
3 | Sigurjón Ernir Sturluson | Íris Anna Skúladóttir |
4 | Grétar Örn Guðmundsson | Anna Berglind Pálmadóttir |
5 | Jörundur Frímann Jónasson | Sigþóra Brynja Kristjánsdóttir |

Verðlaun fyrir 1. sætið voru gjafabréf frá Íslandsbanka upp á 30 þús kr ásamt Ooze skóm frá Fætur toga.
Verðlaun fyrir 2. sætið var 10 þús kr gjafabréf frá Útilíf og Maurten gelpakki frá Fætur toga
Verðlaun fyrir 3. sætið var Marten orkugel og orkuduft pakki og gjafabréf í göngugreiningu hjá Fætur toga.
Samtals voru veitt verðlaun og viðurkenningar fyrir yfir 400 þús kr að þessu sinni.

Að auki voru útdráttarverðlaun dregin úr lista þeirra sem tóku þátt í kosningunni og sá heppni var Ómar Atli Sigurðsson og fær hann Brooks hlaupaskó frá versluninni Fætur toga. Einnig drógum við úr nöfnum þeirra sem gáfu hlaupum einkunn og upp kom nafn Evu Birnu Ormslev en það var einkunnagjöf henna í Vatnsendahlaupinu sem skilar henni þessum verðlaunum. Hún fær einnig Brooks hlaupaskó frá versluninni Fætur toga.

Upplýsingar um afrek hlauparanna sem lögð voru til grundvallar kosningunni er hægt að lesa um í frétt á hlaup.is. Hlaup.is mun svo birta viðtöl við hlauparana á morgun.
Hlaup.is þakkar stuðningsaðilum sem gáfu verðlaun, Íslandsbanka, Fætur toga, Útilíf og Unbroken
